Hin gullfallega Tyra Banks (42) hefur tekið að sér kennslu:

ÚTSKRIFAÐIST ÚR HARVARD

Ekkert fyrirsætunámskeið! Tyra er metin á um 11 milljarða króna og er sannkallaður viðskiptajöfur. Hún hefur stutt við ungar konur í atvinnurekstri en sjálf hóf hún farsælan feril sem fyrirsæta aðeins 15 ára gömul. Hún braut niður múra og varð fyrsta þeldökka konan til að sitja á forsíðum tímarita á borð við GQ og Sports Illustrated. Hún starfaði sem fyrirsæta hjá Victoria’s Secret á árunum 1997-2005 og hóf leiklistarferil sinn árið 2003.

tyraInni

Tyra var ein hæstlaunaðasta fyrirsæta heims þegar hún ákvað að snúa sér að sjónvarpinu. Hún stjórnaði 22 seríum af þáttunum America’s Next Top Model sem urðu geysivinsælir og starfar ennþá sem framleiðandi þáttanna. Spjallþátturinn The Tyra Banks Show fór í loftið 2005 og náði ágætis flugi til ársins 2010.

Tyra lauk stjórnendanámi hjá Harvard háskóla árið 2011 og nú er komið að því að miðla þessari miklu reynslu. Tyra segir á Twitter: „Er meira en spennt fyrir því að fara að kenna. Þetta er í blóðinu hjá mér og ég get ekki beðið eftir því að hitta nemendur mína.“

1AS.9

Nemendur við hinn virta Stanford háskóla munu sitja tíma hjá Tyru Banks í maí á næsta ári en námskeiðið nefnist: „Verkefnið þú: Að byggja upp og stækka þitt persónulega vörumerki.“ Ekki verður kennt að sitja fyrir á myndum heldur verða fyrirlestrarnir um markaðs- og viðskiptafræði. „Tímarnir byrja 2017. Og það verður ekkert fyrirsætunámskeið. Leiðinlegt að valda ykkur vonbrigðum.“ segir kennslukonan og töffarinn Tyra Banks.

1.DD9

Séð og heyrt er allaf að læra!

Related Posts