Tveir menn, annar ungur en hinn vel við aldur, voru að spóka sig í IKEA þegar kerrur þeirra rákust saman. Sá eldri sagði við þann unga: – Fyrirgefðu þetta, ég er að leita að konunni minni og var ekkert að fylgjast með.

Sá ungi sagði: – Ekkert mál, félagi. Þvílík tilviljun, ég er einmitt líka að leita að konunni minni. Ég finn hana hvergi og er orðinn pínulítið áhyggjufullur.

– Við ættum kannski að hjálpast að? stakk sá gamli upp á. Hvernig lítur konan þín út?

– Ja, hún er 27 ára, hávaxin með rautt hár og blá augu, langa fótleggi, stór brjóst og hún er í hvítum stuttbuxum. Hvernig lítur þín út?

– Skiptir ekki máli, sagði sá gamli. – Við skulum bara leita að þinni!

Lestu alla brandarana í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts