Á internetinu er ýmislegt að finna, og hér má sjá lítinn, týndan gullmola að nafni ,,One Scene“, en það er ókeypis, vestfirsk indí-gamanmynd sem var sett á YouTube af leikstjórum myndarinnar, þeim Gerrit Marks og Fjölni Má Baldurssyni.

Kvikmyndin er að mestu leyti tekin í Súðavík en einnig að hluta á Ísafirði og nágrenni. Sagan gerist í þorpi út á landi. Katrín (leikin af Katrínu Líney Jónsdóttur) hefur drauma og reynir að láta þá rætast. Hún kynnist manni sem er svolítið sérstakur og myndast vinátta á milli þeirra.

Er ekki um að gera að smella einum popppoka í örbylgjuna og gefa sér 70 mínútur í þetta stykki? Sjón er sögu ríkari.

scene

 

Related Posts