Tyga (25) skuldar skattinum:

Rapparinn og kærasti Kylie Jenner skuldar skattinum ágætis upphæð.

Tyga fékk upplýsingar frá Kalifornía að hann skuldi skattinum þar á bæ tæplega tuttugu þúsund dollara eða rúmlega tvær og hálfa milljón íslenskra króna.

20.000 dollarar er ekki mikill peningur fyrir jafn stórt nafn í rappheiminum og Tyga en hann skuldar einnig leigu upp á 70.000 dollara eða tæplega 9 milljónir króna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tyga lendir í vandræðum við skattinn því í fyrra fékk hann rukkun upp á 100.000 dollara.

Hlutirnir gætu þó verið verri þar sem Tyga á auðveldlega fyrir þessari skuld ásamt því sem hann er í sambandi með Kylie Jenner og lifir því ágætis lífi.

 

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts