Íslandsvinurinn, Ryan Gosling og íslenski leikarinn Darri Ingólfsson eru báðir búsettir í Hollívúdd. Þeir starfa báðir við leiklist og hafa vakið eftirtekt fyrir flott útlit. Þeir þykja í senn karlmannlegir og strákslegir. Darri er fæddur í lok desember 1979 0g Ryan rétt rúmu ári síðar í nóvember 1980.

Ryan, eins og kunnugt er dvaldi á Íslandi sumarið 2013 þegar Valdís Óskarsdóttir klippti fyrsta leikstjórnarverkið hans, How to catch a monster. Dvöl hans á Íslandi vakti töluverða athygli ekki síst vegna þess að eiginkona hans, leikkonan Eva Mendes, var með honum í för.

Darri Ingólfsson er komin með fleiri en eina tá inn fyrir dyrnar í kvikmyndaborginni, en hann átti stórleik í sjónvarpsþáttunum um Dexter,  áður lék hann meðal annars í stórmyndinni, Flags of our fathers í leikstjórn Clint Eastwood og svo átti hann stjörnuleik í íslensku kvikmyndinni Borgríki 2.

Hver veit nema að þessir tveir muni leika bræður?  Nógu líkir eru þeir.

 

darri31

DARRI: Gaman væri að sjá meira af Darra, hann á algjörlega framtíðina fyrir sér.

 

ryan-gosling-gangster-suits__oPt

ÍSLANDSVINUR: Þessi má gjarnan koma aftur í heimsókn til Íslands og taka sem flesta með sér.

 

 

Related Posts