Hótelstjóra á einu glæsilegasta hótelinu á landsbyggðinni var hótað með slæmri umsögn á ferðavefnum Trip Advisor gengi hann ekki að fáránlegum kröfum gesta.

Málsatvik eru þau að huggulegt par sem hafði verið á hjólreiðaferð um landið mætti á hótelið og óskaði eftir að fá að tjalda í skrúðgarði hótelsins sem er ævagamall og ræktaður upp af forfeðrum hóteleigandans af mikilli alúð, útsjónarsemi og væntumþykju. Skrúðgarðurinn er einn sá fallegasti á landinu og stolt eigenda sem með góðu viðhaldi hans minnast þeirra sem fyrstir lögðu hönd á plóg þar sem glæsihótelið nú stendur.

Hótelstjórinn tjáði hjólreiðafólkinu að útilokað væri að fá að tjalda í skrúðgarðinum, enda væri hann ekki tjaldstæði.

Brugðust gestir, sem fram að þessu höfðu verið kurteisir, eins og títt er um menningarlega sinnað fólk frá Mið-Evrópu, við með því að hóta hótelstjóranum því að gengi hann ekki að kröfum þeirra um að fá að tjalda í skrúðgarði forfeðra hans, myndu þeir leggja sitt af mörkum til að eyðileggja reksturinn með því að skrifa illa um staðinn á Trip Advisor en vefurinn er sá áhrifamesti þegar kemur að umsögnum um ferðamannastaði, gefur út eigin viðurkenningar sem allar byggjast á þessum ummælum og er lesinn af milljónum.

Hótelstjóranum brá í brún en stóð fastur á sínu og hjólreiðafólkið fór á almennt tjaldstæði í stað þess að njóta sumarnæturinnar í skrúðgarði hótelfjölskyldunnar sem henni er helgur.

Hótelstjórinn segir það geta verið stórhættulegt þegar rekstraraðilum sé hótað á þennan hátt. Þetta sé ekki fyrsta hótunin sem hann hafi fengið og örugglega ekki sú síðasta. Og alltaf sé hótað með Trip Advisor.

Heimamenn eiga að koma vel fram við ferðamenn en þegar þeir láta svona er réttast að kasta þeim í

eir’kur j—nsson

Lagarfljótið og láta þá svo kvarta á Trip Advisor – og þá með réttu.

Það væri í öllu falli skemmtilegra – eins og Séð og Heyrt er alla daga.

Eiríkur Jónsson

Related Posts