Gamalgrónir Reykvíkingar kvarta sumir yfir fjölda ferðamanna í miðbænum og segja borgina glata helstu sérkennum sínum þegar götulífið drukknar í túristum.

Efri hluti Laugavegar, þar sem bílaumferð er enn leyfð, minnir helst á Oxfordstræti í London í miðri viku þar sem ferðamennirnir bókstaflega komast ekki fyrir á gangstéttunum og bílarnir verða að sæta færis að smjúga fram hjá. Og í sundlaugunum heyrist varla íslenska.

leidari mynd

Gamalgrónir Reykvíkingar eiga ekki að láta þetta fara í taugarnar á sér því peningar fylgja, innspýting í atvinnulífið og meira fjör. Á kvöldin þurfa ferðamennirnir líka að skemmta sér á kránum, borða og gera sér glaðan dag.

Þetta er ástand en aðeins bóla eins og hernámið var. Það kemur að því að ferðamennirnir hverfa á braut því Ísland er ekki ferðamannaland sem þú heimsækir oftar en einu sinni.

Og hvað verður þá um öll hótelin?

Þeim má breyta í félagslegar íbúðir með litlum tilkostnaði þegar stjórnmálamennirnir fara að fella gengið aftur fyrir sjávarútveginn, þegar ferðamennirnir eru horfnir og allt verður sem fyrr. Þá geta gamalgrónir Reykvíkingar tekið gleði sína á ný og haldið áfram því lífi sem þeir alltaf hafa lifað.

eir’kur j—nsson

En gerir það lífið skemmtilegra?

Við reynum í það minnsta í hverri viku.

Eiríkur Jónsson

Related Posts