Kolbrún Björgólfsdóttir (64) hreifst með í Hörpu:

Hljómsveitin Gypsy Kings hélt tónleika nýlega í Eldborgarsal Hörpu en heljarinnar flamengó- og rúmbuæði reið yfir heimsbyggðina þegar þeir urðu feiknavinsælir á níunda áratug síðustu aldar. Strákarnir sýndu að þeir hafa engu gleymt en sveitina skipa bæði eldri meðlimir hennar og nýir sem tilbúnir eru að taka við keflinu og halda uppi fjörinu. Hljómsveitin flytur lög sín á spænsku og kom lögum á vinsældalista um allan heim.

Stuðlest „Mér fannst þetta mjög gaman, það var mikil stemning,“ segir Kolbrún, betur þekkt sem listakonan Kogga. „Fólkið í salnum kom mér líka mjög á óvart, ég sneri hausnum öfugt. Þeir náðu að hrífa salinn strax í fyrsta lagi, fólk var að dansa allan tímann. Þetta er ekki svona það algengasta að sjá, ekki kannski fyrr en fólk er komið í stuð.

Vinkona Koggu, Arndís Jóhannsdóttir, dreif hana með á tónleikana og sá Kogga alls ekki eftir að hafa farið. „Við förum talsvert á tónleika saman en Arndís er þó duglegri en ég og hún er líka dugleg að kveikja í mér og koma mér af stað,“ segir Kogga. „Ég er alltaf ógurlega glöð þegar ég er komin á staðinn en þarf stundum að taka ákvörðun um að fara.“

14372121_10154237706824584_635939380846802386_o

VAMOS A BAILAR: Kogga ásamt vinkonu sinni, Arndísi Jóhannsdóttur, sem er dugleg að drífa hana með á tónleika. Gypsy Kings komu þeim skemmtilega á óvart með kröftugu og þaulæfðu prógrammi.

Strákarnir í Gypsy Kings eru með fimm gítara og einn bassa en engar trommur. „Þeir þurfa engar trommur, þeir slá taktinn á gítarana,“ segir Kogga. „Og þetta var svo mikill taktur hjá þeim, gríðarlega þétt og þaulæft. Ég sagði einmitt við Arndísi að þetta væri eins og járnbrautarlest sem hefði farið af stað og stoppaði ekki fyrr en á endastöð.“

Gypsy Kings spila sígaunatónlist og kom það Koggu á óvart að það voru ekki bara spænsk lög á lagalistanum, heldur tónlist frá öllum löndum, þar á meðal ítölsk lög.

Það er óhætt að segja að Gypsy Kings hafi komið suðrænum yl í hug og hjörtu tónleikagesta sem væntanlega mun hlýja þeim eitthvað inn í komandi vetur.

14324258_10154237706489584_4945383404266043130_o

SÓLSKINSTÓNLIST Í LOK SUMARS: Tónlist Gypsy Kings-strákanna féll vel í kramið og tónar þeirra sendu tónleikagesti dillandi út í haustgarrann sem farinn er að blása um Hörpu sem og annars staðar.

14362668_10154237706909584_4469102266752335793_o

LO QUIERO: Hjónin Kristjana Ólafsdóttir og Sigurður G. Steinþórsson voru glimrandi af gleði yfir Manolo og félögum en þau hjónin hafa rekið Gull og Silfur til fjölda ára við góðan orðstír.

14352314_10154237707049584_8325952084746022261_o

BEM BEM MARIA: Hjónin Guðmundur Hallvarðsson og Hólmfríður María Óladóttir stigu nettan dans í Hörpu við taktfasta tóna Gypsy Kings.

14352045_10154237706469584_4432108783318969212_o

SÁ YNGSTI SLÓ Í GEGN: Yngsti söngvarinn í hópnum var algjör perla hópsins og sló gjörsamlega í gegn hjá tónleikagestum sem fögnuðu honum gríðarlega í hvert skipti sem hann hóf upp raust sína.

14324220_10154237706754584_6589105000419100163_o

BAMBOLEO BAMBOLEA: Forsprakkinn Manolo sá um að rífa salinn upp og allir tóku undir í einu þekktasta lagi sígaunakonunganna.

14258321_10154237706589584_7485618995560825846_o

Séð og Heyrt dillar sér við góða tóna.

 

 

 

 

Related Posts