Hafþór Júlíus Björnsson (26), betur þekktur sem Fjallið, var meðal þeirra kraftajötna sem tóku í lóð í frumsýningapartíi í Tjarnarbíó á dögunum

TRÖLL2

TRÖLLIÐ: Hafþór Júlíus Björnsson er vanur að taka vel á því og skiptir þá ekki málið hvert verkefnið er.

Tilefnið var frumsýning heimildamyndarinnar Hrikalegir, sem fjallar um líkamsræktarstöð við Hlemm í Reykjavík.

Til gamans var þeim karlmönnum sem gátu lyft 150 kg. og þeim konum sem gátu lyft 90 kg. í bekkpressu gefinn frír miði á sýninguna.

Hrikalegir er sýnd tvisvar sinnum þessa helgi og eru það síðustu sýningar. Í kvöld föstudag, kl. 21, og á morgun, laugardag, kl. 21. Það eru síðustu sýningarnar.

Um Hrikalega:
Steve Gym er gamalgrónasta lyftingastöð íslenskra kraftlyftinga, þar sem þjálfarinn Steve (Stefán Hallgrímsson) hefur í fjóra áratugi þjálfað sterkustu menn landsins, auk öryrkja og kynlegra kvista miðbæjar Reykjavíkur.
Myndin gefur innsýn í lokaðan heim kraftakarla, sem voru áður óskabörn þjóðarinnar en hafa horfið úr augsýn almennings. Heimsmeistarar í lyftingum á borð við öldunginn knáa Kára Kött og heimsmethafann Benedikt Magnússon ausa úr skálum visku sinnar auk þess sem þeim er fylgt á stórmót þar sem þjálfun Steves ber ávöxt.

Related Posts