Pepsi-deildin er nú byrjuð af fullum krafti og fagurleggjað knattspyrnufólk þeysist um knattspyrnuvellina. Eins og í lífinu sjálfu eru alltaf einhverjir sem skara fram úr í fegurð og kynþokka. Þessi sex þykja með eindæmum þokkafull og ekki er útilokað að fólk leggi leið sína á vellina til að berja þau augum.

Pepsi deildin

VÍÐIR ÞORÐVARÐARSON (22), ÍBV „Undir þessu „bad-boy-útliti“ sem Víðir býr yfir er góðhjartaður drengur, mikill dýravinur og mesti plúsinn við hann er að hann elskar tískuna og að versla skó,“ segir Víglundur Jarl, handboltamaður og vinur Víðis.

Pepsi deildin

ÞÓRARINN INGI (25), FH „Þórarinn er hrikalega yfirvegaður klassapeyi. Hann er grjótharður innan vallar og lætur finna fyrir sér og það er nákvæmlega eins utan vallar. Ótrúlegt að svona drengur sé á lausu,“ segir Ingólfur Einisson, vinur Þórarins Inga.

Pepsi deildin

JÓHANN LAXDAL (25), STJÖRNUNNI „Jói er mikill dýravinur, hann tók t.d. Flemming að sér, en Flemming var flækingshundur sem hafði ráfað um Stjörnusvæðið í margar vikur áður en Jói bjargaði honum frá sulti. Þeir bundust strax órjúfanlegum böndum og Jói er nú þegar farinn að spá í að tattúera Flemming á vinstri kálfann á sér,“ segir Halldór Orri Björnsson, liðsfélagi og vinur Jóa.

pepsi stelpur

SVAVA RÓS GUÐMUNDSDÓTTIR (19), BREIÐABLIKI „Svava nær tökum á öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Fótboltinn er stór partur af lífi hennar enda er hún ein af þeim efnilegustu. Hún elskar Vesturbæjarís og borðar hann með bestu lyst á hverjum degi. Uppáhaldið hennar er bragðarefur með Smarties-kurli, Snickers-kurli, trompi og lúxusdýfu,“ segir Eva Katrín Sigurðardóttir, vinkona Svövu.

pepsi stelpur

HILDUR SIF HAUKSDÓTTIR (21), BREIÐABLIKI „Hún Hildur er með ljósa lokka og afar fallegt bros sem fer ekki fram hjá neinum. Mjög skemmtileg bæði innan sem utan vallar. Hún heldur mikið upp á hundinn sinn sem heitir Aría og „trítar“ hana eins og sanna drottningu,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, liðsfélagi og vinkona Hildar.

Pepsi kvenna

HRAFNHILDUR AGNARSDÓTTIR (22), KR „Hreffie er ekki bara fáránlega hæfileikaríkur „goalie“ heldur er hún líka „sex on legs“ ef orða skal pent. Með ljósu lokkunum og snarseiðandi augnaráðinu heillar hún hvern piparsveininn á fætur öðrum. Hún drekkur meira öl og spilar meira FIFA en nokkur karlmaður þannig að þegar á botninn er hvolft telst Hrafnhildur Agnarsdóttir hinn fullkomni kvenmaður,“ segir Oktavía Jóhannsdóttir, liðsfélagi og vinkona Hrafnhildar.

 

Related Posts