Clarkson, Hammond og May á leið í sýningarferð um Bretland:

Fyrrum stjórnendur hins geysivinsæla breska sjónvarpsþáttar Top Gear hafa sameinast á ný. Þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru á leið í sýningarferð um Bretland undir nafninu Clarkson Hammond and May Live.

Í fréttum breskra fjölmiðla kemur fram að á sýningum þeirra verði boðið upp á hluti eins og áhættuatriði, eldhaf og ofurbíla.

Eins og kunnugt er af fréttum var Jeremy Clarkson rekinn frá BBC, framleiðenda Top Gear, nýlega þegar hann gaf aðstoðarmanni sínum einn á lúðurinn. Clarkson mun hafa mislíkað að aðeins kalt borð var í boði í lok vinnudag. Clarkson langaði í steik og rauk í aðstoðarmanninn þegar hún var ekki í boði.

Miklar vangaveltur hafa verið í breskum fjölmiðlum um framtíð Top Gear enda þátturinn ein helsta gullgæs BBC. Nú liggur fyrir að hvorki Hammond né May muno halda áfram í þáttunum án Clarkson.

Related Posts