Leikstjórinn Baldvin Z (43) er enn í sæluvímu:

EINN SÁ FREMSTI: Baldvin sló einnig í gegn með kvikmyndinni Óróa 2010.

Jafnvel þó að nóg hafi verið um ofurhetjur, epískar brellur, fjölbreytt grín og hasarmagn í sumar trekkti engin mynd á Íslandi þetta sumar meira að en Vonarstræti, í leikstjórn Baldvins Z. Sigurgöngu myndarinnar er annars langt frá því að vera lokið og vöktu þær fréttir mikla athygli þegar tilkynnt var að myndin yrði sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto (TIFF) í ár. Á Facebook-síðu sinni tilkynnti leikstjórinn að núna væri búið að fylla allar þrjár sýningarnar á myndinni, sem verða þann 5., 7. og 14. september. „Jesssss,“ segir hann þar … „dreymdi í nótt að það væri enginn í salnum, allir á bömmer og ekkert stuð. Verð að viðurkenna, mér líður pínu eins og barni að bíða eftir jólunum. Er orðinn bara mjög spenntur að fara á þetta show.“

Utan heimalandsins ber myndin heitið Life in a Fishbowl. Þótt Baldvin eigi annars vegar stærstu og flottustu mynda á hátíðinni vantar ekki hlaðborð af íslensku efni í Toronto þetta árið. Má þar nefna stuttmyndina Tvíliðaleik eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, The Grump eftir Dome Karukoski (sem er finnsk-íslensk framleiðsla) og Sjö báta eftir Hlyn Pálmason.
Hátíðin fer í gang þann 4. september. Ætli allt stefni í endurgerð ef fólkið í bransanum úti hrífst af fiskabúrinu hans Badda?

 

Related Posts