Fyrirsætan Melkorka Steinsson (25) hálfnakin og lýsir í myrkri:

 

Melkorka Steinsson er hárgreiðslukona úr Hafnafirðinum og fyrirsæta sem getur hugsað örlítið út fyrir rammann. Nýlega framkvæmdi hún hugmyndina um að láta mynda sig í fáum sem engum flíkum með „blacklight-lýsingu“, ásamt Arnóri Trausta Halldórssyni ljósmyndara og Selmu Rut Ólafsdóttur förðunarmeistara, með heldur athyglisverðum árangri.

„Okkur langaði að taka þetta skrefinu lengra og gera eitthvað nýtt úr hugmyndinni,“ segir Melkorka. „Við prófuðum okkur áfram og útkoman finnst mér mjög flott. Við notuðum enga aðra lýsingu og förðunin sést ekki nema í „blacklight“.

 

MEÐ LJÓSIN SLÖKKT: Tilraun þessi hefur vakið mikla athygli og umræður – allar jákvæðar.

MEÐ LJÓSIN SLÖKKT:
Tilraun þessi hefur vakið mikla athygli og umræður – allar jákvæðar.

 

Myndir: Arnór Halldórsson/Ólafur Harðarsson

Related Posts