S.O.S. – Spurt og svarað:

 

Bassaleikarinn Tómas R. Einarsson er einn fjölhæfasti og afkastamesti lagasmiður íslenskrar djasstónlistar. Fagnar hann núna útgáfu geisladisksins Mannabörn og svarar spurningum vikunnar hress og sæll.

 

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Satt og logið.

HVER MYNDI LEIKA ÞIG Í BÍÓMYNDINNI?
Þorsteinn Bachmann.

VIÐ HVAÐ ERTU HRÆDDUR?
Það er óþægilegt að vera í flugvél sem hristist.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að kaupa kontrabassa.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Að ég hafi ekki séð neitt nema bíla þegar ég var barn.

HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?
Að vilja alltaf borða á mig gat.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Ég hef grátið yfir Fóstbræðrum, Vaktarseríunni og Karlakórnum Heklu.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ, HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Stundina okkar, þar er lífsgleðin ríkjandi.

HVERJU ERTU STOLTASTUR AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Ég er stoltur yfir því að bora ekki lengur í nefið.

HUNDUR, KÖTTUR, KANÍNA EÐA HAMSTUR?
Köttur.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Tommi.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Þegar ég fékk magakveisu á puttaferðalagi í Frakklandi.

HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?
Ég man ekki svo langt afturábak.

Related Posts