Harrison Ford og Georgia, dóttir hans, biðu í töluverðan tíma eftir leigubíl á götum Manhattan líkt og hverjir aðrir borgarar.

Stopp Stórleikarinn Harrison Ford lætur heimsfrægðina ekki flækjast fyrir sér og pantaði sér leigubíl eftir hádegisverð með dóttur sinni. Georgia sem er 26 ára er dóttir Harrison af fyrra hjónabandi og mjög náin föður sínum. Móðir hennar, Melissa Mathison, lést úr krabbameini á síðasta ári.

Fyrir stuttu síðan hélt Harrison Ford hjartnæma ræðu á heilbrigðisráðstefnu þar sem að hann ræddi baráttu dóttur sinnar við flogaveiki. Þetta var í fyrsta sinn sem leikarinn tjáir sig opinberlega um erfið veikindi dóttur sinnar. Leikarinn er um þessar mundir að vinna að fimmtu myndinni um Indiana Jones en von er á henni í kvikmyndahús árið 2019.

skoðar heiminn 2

HETJA: Harrison Ford kallar dóttur sína sanna hetju en nýlega opinberaði leikarinn að dóttir hans glímir við flogaveiki sem hefur sett stórt strik í líf hennar. Feðginin eru talsmenn fyrir samtök um flogaveiki í Bandaríkjunum.

Séð og heyrt – líka á Manhattan!

Related Posts