Það getur verið gott þegar maður er í sturtunni og grípur næsta brúsa til að þvo sér um hárið að tékka hvort að er ekki örugglega um sjampó að ræða (það er ef að þú þværð þér ekki örugglega með sjampó).

Kayla Connors frá Massachusetts heldur því fram að systir hennar hafi gert þau mistök að taka háreyðingarbrúsa í stað sjampóbrúsa og birti mynd af systur sinni á Twitter. Myndin hefur fengið fleiri þúsund like og verið deilt áfram enn oftar.

36AACC6300000578-3712432-image-a-4_1469707102933

Capture

Það eru þó ekki allir netverjar sannfærðir og hafa þeir bent þeim systrum á að gott hefði verið að jafna skallabilið aðeins við restina af höfðinu.

Hvort sem um er að ræða góðlátlegt photoshop grín eða alvöru brúsafeil, þá er grínið samt fyndið, nema fyrir systurina ef að þetta er ekki grín.

Séð og Heyrt – skemmtilegt alla daga.

 

Related Posts