Ásgeir Kolbeins (40) og Egill „Gillz“ Einarsson (34):

Gömul mynd Langt er um liðið en myndin sýnir þá Ásgeir Kolbeins og Gillzenegger hittast í fyrsta sinn.

„Þessi mynd er frá 2002 eða 2003 að mig minnir. Ég þekkti Egil ekkert á þessum tíma, en hann leit mikið upp til mín, lét mig ekki í friði og hreinlega vildi verða ég. Hann sagðist meira að segja hafa keypt þessi gleraugu sem hann er með líka í GK, sem seldi þessi tískugleraugu.

Þarna hitti hann mig á Hverfisbarnum sáluga og fór strax að reyna að koma sér í mjúkinn hjá mér. Var með sænskt neftóbak á sér sem hann vildi endilega að ég myndi prófa sem ég gerði og sést það vel á myndinni að ég er að reyna að taka það upp úr dósinni. Það sést líka á svipnum á honum að þarna taldi hann sig vera kominn inn undir hjá mér og við yrðum líklega bestu mátar í framhaldi af þessu. Það varð nú ekki alveg rauninn og lét ég hann vinna að því næstu árin að komast inn fyrir hjá mér. Í dag, 12 árum síðar, hefur hann masterað það verkefni.“

Related Posts