Kynning, Sjöfn Þórðardóttir (44) fyrir Séð og keyrt

Þessi aflmikli og töfrandi fákur, Audi Q7 e-tron heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum þegar ég settist upp í hann í fyrsta skipti, ég varð ástfangin við  fyrstu sýn. Hönnunin á Audi Q7 er að mínu mati tímalaus og fáguð innan sem utan. Þegar maður horfir á bílinn virkar hann svo tignarlegur með voldugum framenda og sterklegur með skörpum línum. Q7 hefur alla þá eiginleika sem ég gæti hugsað mér að hafa í mínum eigin draumabíl og er í orðsins fyllstu merkingu lúxusjeppinn. Hann er eins og hugur manns og gæti verið einn af fjölskyldunni.

 

TIGNARLEGUR: Draumabíllinn skartar tímalausri hönnun, tignarlegur, sterklegur og með skarpar línur.

TIGNARLEGUR: Draumabíllinn skartar tímalausri hönnun, tignarlegur, sterklegur og með skarpar línur.

Lúxusjeppi í orðsins fyllstu merkingu

Bíllinn sem ég prófaði er svonefnd e-tron-týpa eða tengitvinnbíll, fjórhjóladrifinn sem gengur bæði fyrir rafmagnsmótor og dísilvél. Það var magnað þegar ég var að ræsa bílinn að ég fann varla fyrir því að hann væri kominn í gang þar sem vélin er bæði ótrúlega hljóðlát og þýð. Að keyra Q7 er mögnuð upplifun, ég upplifði mig eins og ég svifi á skýi eða að ég væri stödd í lúxusfarþegaþotu á fyrsta farrými og nyti lífsins. Hann er dúnmjúkur í öllum þeim akstri sem ég prófaði, utanbæjar sem innanbæjar. Það heyrðist varla í vélinni og lítið sem ekkert veghljóð og því hrein unun að aka þessum bíl. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að aksturseiginleikar bílsins eru hreint og beint framúrskarandi.

LÚXUS Í FYRIRRÚMI: Lúxusjeppi í orðsins fyllstu merkingu.

LÚXUS Í FYRIRRÚMI: Lúxusjeppi í orðsins fyllstu merkingu.

Kraftmikill, sparneytinn og umhverfisvænn

Þessi glæsilegi sport- og lúxusjeppi er ótrúlega aflmikill þegar báðir aflgjafarnir eru nýttir samtímis eða 373 hestöfl lesendur góðir. Þegar ekið er á rafmagni þá er drægnin u.þ.b. 50 km og slík vegalengd ætti að duga flestum höfuðborgarbúum í borgarsnattinu og enginn útblástur. Ég er talsmaður þess að draga úr útblæstri og það er sem betur fer mikil vitundarvakning í þeim málaflokki og því er e-tron frábær kostur fyrir þá sem eru umhverfisvænir og það sem meira er að það tekur einungis 2 ½ klst. að hlaða rafhlöðuna frá núlli. Samþætting rafmagns og dísilvélarinnar í blönduðum akstri er ótrúleg á þessum stóra jeppa og magnað hvað Q7 er hagkvæmur í keyrslu.

FRAMÚRSKARANDI: Framúrskarandi aksturseiginleikar.

FRAMÚRSKARANDI: Framúrskarandi aksturseiginleikar.

Ríkulega búinn

Ég er einstaklega hrifin af því hve vel Q7 er búinn staðalbúnaði og er sá flottasti sem og notendavænasti sem ég hef prófað. Q7 er með MMI Navigation Plus, sem er íslenskt leiðsögukerfi (3D kerfi), og stafrænan skjá í mælaborði. Á honum er hægt að fylgjast með stöðu aflmælis, drægni og orkuflæði. Einnig býður Q7 upp á tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay í gegnum flottan margmiðlunarskjá sem þýðir að hægt er að spegla viðmót snjallsímans fram á skjánum sem hentar konu eins og mér sem ávallt er tengd. Ríkulegur staðalbúnaðurinn er mjög einfaldur í notkun og ég lærði strax á hann og öll aðstaða og innanrýmið er klárlega með því besta sem gerist. Q7 er ótrúlega rúmgóður í alla staði sem og farangursrýmið, ég tala nú ekki um ef aftursætin eru felld niður þá er það risastórt. Nóg pláss er fyrir alla fjölskylduna og nýjasta fjölskyldumeðliminn okkar, hundinn Freka.

LANGFLOTTASTUR: Flottasti og notendavænasti staðalbúnaðurinn.

LANGFLOTTASTUR: Flottasti og notendavænasti staðalbúnaðurinn.

Arabískur veðhlaupahestur eða jeppi

Aksturinn á þessu aflmikla flaggskipi frá Audi líkist ekki beint jeppa þó svo að ég sæti hátt. Q7 er eitthvað svo næmur, allt viðbragð og hreyfingar líkjast helst fólksbíl og öll stýring í akstri er mjög næm og viðbragð gott. Þessi sportlegi og kraftmikli jeppi minnir mig helst á arabískan veðhlaupahest sem blæs ekki úr nös við að spretta úr spori. Það var eiginlega ekki fyrr en ég hækkaði hann upp með loftpúðafjöðruninni að mér fannst eins og Q7 væri ekki lengur stór og rúmgóður fólksbíll heldur orðinn fullvaxta jeppi.

ÓMÓTSTÆÐILEGUR: Varð ástfangin við fyrstu sýn.

ÓMÓTSTÆÐILEGUR: Varð ástfangin við fyrstu sýn.

 

Lúxusþægindi fyrir upptekna konu

Ég hef dálæti á öllum lúxusþægindum og Q7 hefur allt sem hugur konu girnist. Hann getur lagt sjálfur í stæði, það er lyklalaust aðgengi með snertilausri opnun á afturhlera sem er toppur fyrir mig þegar ég kem úr búðinni með fullar hendur af pokum, ég þarf aðeins að setja fótinn aðeins undir afturenda bílsins og þá opnast skottið, þvílík þægindi. Einnig er lyklalaus ræsing, hiti í sætum og stýri, rafdrifin framsæti, allt nauðsynlegur búnaður fyrir dekurrófu eins og mig. Ég naut hverrar mínútu í þessum eðaltöffara og mæli hiklaust með Q7.

SNERPA, HRAÐI OG FEGÐURÐ: Blæs ekki úr nös þegar sprett er úr spori.

SNERPA, HRAÐI OG FEGÐURÐ: Blæs ekki úr nös þegar sprett er úr spori.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts