Bandaríska söngkonan Pink hefur slegið rækilega í gegn með söng sínum og sjarma. Hún semur og syngur texta sem hreyfa við fólki, texta sem hafa tilgang og eru oft byggðir á hennar eigin reynslu og lífi. Hún er töffari, bæði í framkomu og útliti, og lætur engan segja sér hvernig hún á að vera.

Bleik  Bandaríska söngkonan, lagahöfundurinn, dansarinn og leikkonan Alecia Beth Moore er fædd 8. september 1979, hún er heimsþekkt sem Pink. Hún hóf ferilinn með stúlknahljómsveitinni Choice 1995. Útgáfufyrirtæki sá aðeins möguleika í Pink og bauð henni því sólóferil. Fyrsta plata hennar, Can´t Take Me Home, kom út árið 2000. Fyrstu Grammy-verðlaunin uppskar hún fyrir lagið Lady Marmalade úr kvikmyndinni Moulin Rouge, en Pink hefur hlotið alls þrenn Grammy-verðlaun, auk Brit-, Emmy- og MTV-verðlauna. Pink er gift mótokrossökumanninum Carey Hart og eiga þau fimm ára gamla dóttur.

*Ég skipti svo oft um skoðun að ég þarf tvo kærasta og eina kærustu.

*Ég er pínu klikkuð og ég fíla að tala um hluti. Ég er líka Meyja, þannig að mér finnst fínt að greina allt og yfirhugsa.

*Ég þekki mínar sterku hliðar: ég vinn vel, ég hef hæfileika, ég er skemmtileg og ég er góð manneskja.

*Ég skrifa um mitt eigið líf, mína eigin reynslu. Ég er eigingjörn.

*Sexí þarf ekki að koma með þann stimpil að maður sé heimskur.

*Ég er alltaf að lesa. Ég elska það. Draumurinn er að vera lokuð inn í bókasafni. Þá yrði ég  mjög mjög hamingjusöm.

*Ég skil karlmenn. Ég hef alltaf verið strákastelpa. Karlmenn eru einfaldir, þeir brjóta bara hluti.

*Hvað mig varðar þá er aðeins til ást og ótti.

*Langtímasambönd eru daglegt val. Það er erfiðara að vera í hjónabandi en að hoppa úr einu sambandi í annað.

Séð og Heyrt hlustar á Pink.

Related Posts