Ármann Reynisson (64):

Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson hélt upp á afmælið sitt í fyrradag með elegans og lýsir deginum svona:

Dagurinn var fallegur og vetrarlegur. Vaknaði fyrir allar aldir og sinnti mínum störfum, mokaði síðan snjóinn út á götu og gerði hefðbundnar leikfimisæfningar í 45 mín. Eftir hádegi lauk ég við að lesa ævisögu Erasmus eftir Stefan Zweig; frábær bók eftir snilling. Síðdegis komu óvæntir gestir sem ánægja var af. Um kvöldið bauð vertinn í Grillinu afmælisbarninu í glæsilegan 10 rétta kvöldverð með eðalvínum sem þakklætisvott fyrir vinjettuna ,,Grillið á Hótel Sögu“ í Vinjettum XIV. Matreiðslan í Grillinu er meiriháttar og á heimsmælikvarða, þjónustan ein sú besta hér á landi og staðurinn stórfenglegur með útsýni yfir borgina og flóann og ljósadýrðina á kvöldin. Ævintýrakvöld í elegans.

Related Posts