Hönnun

FRÖNSK STEMNING: Helga á spjalli við Vigdísi Finnbogadóttur.

 Helga Björnsson (67) sýnir tilfinningaheitar skissur:

Helga Björnsson tískuhönnuður sýnir teikningar og skissur á sýningunni UN PEU PLUS í Hönnunarsafni Íslands. Helga starfaði um árabil í háborg tískunnar, París, hjá tískuhúsinu Louis Féraud. Þá hefur hún hannað búninga fyrir íslensk leikhús.

Teikningar og skissur Helgu sýna svo ekki verður um villst að hún er næmur listamaður en með örfáum dráttum dregur hún fram sterkar tilfinningar og glæsileika. Ríkulegt hugarflug, ásamt kröfunni að ganga alltaf skrefi lengra í sköpunarferlinu, skilar myndum sem heilla. Mikil fjölbreytni er í verkum Helgu og sýningin varpar ljósi á krefjandi starf hönnuðar sem starfar eftir hröðum takti tískunnar.

 

 

 

 

SH-img_6271

VELKOMIN: Helga Björnsson brosti breitt í Garðabænum þar sem hún sýnir nú skissur úr heimi hátískunnar í París þar sem hún starfaði um árabil.

Hönnun

ÁNÆGJA: Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafnsins, hafði góða ástæðu til að brosa breitt, enda fengur í teikningum Helgu. Hér er hún með alltmúlígmanninum Helga Péturssyni sem var mættur til þess að skoða verk Helgu.

Hönnun

FULLTRÚAR BÆJARINS: Sturla Þorsteinsson bæjarfulltrúi og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, voru hressir.

Hönnun

FELDSKERINN: Eggert feldskeri mætti vopnaður blómum til þess að fagna með Helgu.

Hönnun

FLOTTAR MÆÐGUR: Vigdís Finnbogadóttir og Ástríður Magnúsdóttir, dóttir hennar, litu inn á sýningunni en sjálf er Vigdís að sýna föt og muni frá forsetatíð sinni í Hönnunarsafninu.

Hönnun

MENNINGARHJÓN: Hjónin Þóra Kristjánsdóttir og Sveinn Einarsson létu sig ekki vanta.

Hönnun

FÁIR DRÆTTIR: Í örfáum dráttum dregur Helga fram glæsileika og tilfinningu en sýningin varpar ljósi á starf hönnuðarins í hinum hraða heimi tískunnar.

 

 

 

MYNDIR: BJÖRN BLÖNDAL

Related Posts