Erna Hreins (33) kann að halda partí:

Nýjasta tölublað Nýs Lífs er stútfullt af fróðleik um Reykjavík Fashion Festival. Í tilefni útgáfu blaðsins var slegið upp partíi á Loftinu þar sem helstu tískudívur landsins komu saman.
Trufluð tíska „Blaðið er stútfullt af alls kyns töffheitum. Það er tileinkað tísku og hönnun og meðfylgjandi er sérblað um RFF,“ segir grafíski hönnuðurinn og ritstjóri Nýs Lífs, Erna Hreinsdóttir.

Forsíða blaðsins er afar falleg en myndin er tekin af tískuljósmyndaranum Kára Sverriss. „Forsíðan er einstaklega glæsileg að þessu sinni. Fyrirsætan er Eydís Helena Evensen sem hefur gert það gott í tískubransanum erlendis og birst í mörgum stórum blöðum.“

Partíið heppnaðist vel og mættu hátt í 200 manns sem allir voru leystir út með fallegum gjöfum. „Partíin hjá Nýju Lífi eru alltaf skemmtileg. Fólkið sem mætir er í miklu stuði og verður mikið fjör þegar líður á kvöldið.“

RFF er stærsti tískuviðburður ársins á Íslandi og er Erna skiljanlega mjög spennt: „RFF er mjög spennandi þetta árið. Allir hönnuðirnir eru einstaklega hæfileikaríkir og verður gaman að sjá útkomuna. Það verður gaman að sjá nýju merkin, þau er tvö þetta árið og verður gaman að sjá hvernig þau munu njóta sín á tískupöllunum.“

RFF, Nýtt líf, Erna Hreins, Loftið

FALLEGT: Tískan var aðalumræðuefni kvöldsins.

RFF, Nýtt líf, Erna Hreins, Loftið

LÉTU SIG EKKI VANTA: Förðunarfræðingurinn Eva Suto ásamt vinkonu.

RFF, Nýtt líf, Erna Hreins, Loftið

AÐALKONURNAR: Erna Hreins og Unnur Aldís, verkefnastjóri RFF.

RFF, Nýtt líf, Erna Hreins, Loftið

BROSMILDAR: Catherine, naglatýpa Íslands, og Anna Brá plötusnúður.

RFF, Nýtt líf, Erna Hreins, Loftið

MÆTTI MEÐ HATT: Allskonar týpur voru á staðnum og þessi breski herramaður mætti með geggjaðan hatt.

RFF, Nýtt líf, Erna Hreins, Loftið

SKVÍSUR: Guðrún Vaka og Anna Fríða, markaðsstjóri Dominos.

MYNDIR: HILDUR ERLA

 

Related Posts