Sveinn Hjörtur Guðfinnsson (45) er mannvinur: 

EINN AF STELPUNUM

Góð verk Tímamót urðu í gær þegar karlmaður var í fyrsta sinn kosinn í stjórn Mæðrastyrksnefndar en Sveinn Hjörtur Guðfinnsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur er nú fulltrúi Framsóknar í nefndinni. Sveinn Hjörtur er ánægður með tilvonandi stjórnarstarf og að vera orðinn „einn af stelpunum.“

Fyrsta úthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavík eftir sumarfrí mun fara fram þann 23. ágúst næstkomandi. Það er löngu ljóst að enn í dag er þörf á þeirri dýrmætu vinnu og aðstoð við samfélagið sem hófst árið 1928 þegar hörmulegt sjóslys varð er togarinn Jón forseti strandaði út af Stafnesi. Fimmtán skipverjar drukknuðu en tíu komust af. Stórt skarð varð fyrir skildi hjá þessum fjölskyldum og sá almenningur hversu mikilvægt það var að koma bæði ekkjum og föðurlausum börnum til hjálpar.

Í dag er þetta mikilvæga starf enn til staðar og mikil þörf hvert ár og aðdáunarvert hvað einstaklingar og fyrirtæki hafa hjálpað til að létta undir þungan róður margra einstaklinga og fjölskyldna sem leita til Mæðrastyrksnefndar.

13895117_10208638095922281_7824760323279473737_n

Núverandi fulltrúar í Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur eru þessir:
Aðalheiður Frantzdóttir, situr fyrir Kvenfélag Alþýðuflokksins
Anna H. Pétursdóttir, situr fyrir Thorvaldsenfélagið
Sveingerður Hjartardóttir, situr fyrir Framsóknarfélag Reykjavíkur
Helga Jónsdóttir, situr fyrir Hvítabandið
Ásta Guðlaugsdóttir, situr fyrir Kvenfélag Alþýðuflokksins
Geirlaug Þorvaldsdóttir, situr fyrir Félag háskólakvenna
Oddný Brynjólfsdóttir,situr fyrir Hvöt
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, situr fyrir Framsóknarfélag Reykjavíkur.

Á myndina vantar Erlu Hjartardóttir, fulltrúa Kvenréttindafélags Íslands, Fanneyju Úlfljótsdóttur fulltrúa Thorvaldsensfélagsins, Margréti Sigurðardóttur, fulltrúa Félags háskólakvenna og kvenstúdenta, Helgu Ólafsdóttur frá Hvítabandinu og Oddnýju Björgvinsdóttur frá Hvöt.

Upplýsingar um Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur má nálgast á heimasíðu hennar.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts