Joan Collins var öðluð af Bretadrottningu um áramótin:

Hin aldna leikkona Joan Collins var meðal þeirra sem voru aðlaðir af Elísabetu Bretadrottningu um áramótin. Hún getur nú kallað sig Dame Joan Collins en hér á árum áður var hún oft kölluð tíkin sérstaklega eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Dynasty. Heiðurinn hlýtur Collins, sem orðin er 81 árs gömul, fyrir vinnu sína að góðgerðarmálum á undanförnum árum.

Af öðrum þekktum einstaklingum sem náðu inn á lista drottningarinnar (Honours list) þetta árið má nefna leikarann John Hurt sem nú er orðinn Sir John Hurt. Heiðurinn hlaut hann í tilefni þess að hann á orðið 50 ára leikafmæli. Þá getur leikkonan Kristin Scott Thomas einnig skreytt sig með titlinum Dame og það eru einnig góðgerðarmál sem liggja að baki þeim heiðri.

Collins var að vonum ánægð með hinn nýja titil, raunar alveg orðlaus af hrifningu. Hún lofaði því að láta titilinn ekki stíga sér til höfuðs eins og gerðist í tilviki Elizabeth Taylor, að því er segir í Daily Mail.

50 ÁRA FERILL: Sir John Hurt fagnar 50 ára leikafmæli um þessar mundir.

50 ÁRA FERILL: Sir John Hurt fagnar 50 ára leikafmæli um þessar mundir.

Related Posts