Inga Lind Karlsdóttir (40) og íslenski draumurinn:

Lífið leikur við sjónvarpsstjörnuna Ingu Lind sem fyrir löngu hefur unnið hug og hjörtu landsmanna með persónutöfrum sínum, glaðværð og elsku á skjánum.

Þokkadísin og ofurkonan Inga Lind Karlsdóttir lifir sannkölluðu stjörnulífi. Hún rekur þrjú heimili ásamt eiginmanni sínum, Árna Haukssyni, tvö á Íslandi og eitt í Barcelona. Hún ferðast reglulega á milli Spánar og Íslands vegna vinnu sinnar við sjónvarpsþættina Biggest Loser sem nú eru í sýningu á SkjáEinum.

 

inga lind

HÖLL Á ARNARNESI: Inga Lind og eiginmaður hennar, Árni Hauksson, byggðu sér 800 fermetra hús á Mávanesi í Garðabæ eftir að hafa rifið húsið sem stóð þar fyrir. Húsið stendur á sjávarlóð og þykir sérstaklega fallega hannað – og þá sérstaklega séð úr fjörunni.

Nýlega lék fjölmiðlakonan geðþekka í sjónvarpsauglýsingu fyrir spænskt fjarskiptafyrirtæki. Hróður hennar fer því víðar og hver veit nema að Hollywood banki næst upp á hjá ofurskvísunni Ingu Lind, sem nýverið fagnaði fertugsafmæli sínu.

 

inga lind

VETRARHÖLL Á AKUREYRI: Hér fer vel um Ingu Lind og fjölskyldu hennar þegar þau skjótast í frí til höfuðborgar Norðurlands.

 

inga lind

FLOTTASTA HVERFIÐ Í BARCELONA: Inga Lind og fjölskylda hennar hafa verið búsett í Barcelona undanfarin ár og búa í hverfi sem nefnist Sant Gervasi Sarra sem þykir einstaklega flott og eftirsóknarvert hverfi.

Related Posts