Torfi

KLIPPIKLANIÐ: Torfi með Lilju, dóttur sinni, og barnabarninu, Elísabetu, á Hárhorninu.

Torfi Geirmundsson (64) er ættfaðir klippara:

Klippt og skorið Torfi Geirmundsson, rakari á Hárhorninu við Hlemm, hefur gert hárgreiðslustofuna að sannkölluðu fjölskylduveldi en um þessar mundir starfa þar þrír ættliðir. Torfi sjálfur, dóttir hans, Lilja Torfadóttir, og barnabarnið, Elísabet Rut Diego.
„Þetta er fínt en ég hefði nú viljað hafa þetta í beinan karllegg,“ segir Torfi og hlær. Rakarameistarinn segist síður en svo halda faginu að afkomendum sínum. „Nei, nei, þvert á móti. Ég hef frekar reynt að halda mínu fólki frá þessu og það er enginn neyddur út í þetta en þarna liggur bara áhuginn.“

 

Þetta og miklu meira í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts