Myndlistarkonan vinnur verk sín út frá ástinni:

„Sýningin í heild sinni er frekar kynferðisleg. Þemað er þrá og nautn“ segir myndlistarkonan Lukka Sigurðardóttir um einkasýningu sína í Ekkisens gallerí í kjallara bakhússins að Bergstaðastræti 25B en sýningin var opnuð á Valentínusardaginn.

Sýning Lukku er í formi innsetningar þar sem kynlífsleikföng eru í aðalhlutverki auk myndbandsverks, skúlptúrs úr náttkjólum og ljósmynda.

OPNUN: Myndlistarmennirnir Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Lukka Sigurðardóttir, Jóhann Ludwig Torfason, Ragnhildur Jóhannsdóttir á sýningunni.

OPNUN: Myndlistarmennirnir Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Lukka Sigurðardóttir, Jóhann Ludwig Torfason, Ragnhildur Jóhannsdóttir á sýningunni.

„Ég er alveg pínku feimin með þetta, en fyrst ég ákvað að gera þetta þá ákvað ég bara að taka þetta alla leið,“ segir Lukka hress og bætir við: „Þetta er mjög grafískt, bara tilbeiðsla til „phallusins“.

Eins og svo oft áður vinnur Lukka verk sín út frá ástinni. Það kom sér því vel að hafa opnunina á sjálfan Valentínusardaginn. Opið verður vikulangt á sýninguna 15. – 20. febrúar frá klukkan 16:00 – 18:00.

Lukka Sigurðardóttir (1980) útskrifaðist með BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014. Hún stundaði áður nám m.a. í fata og iðnhönnun auk tré- og járnsmíði við Iðnskóla Hafnafjarðar. Lukka hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. Hún er einn meðlima Algera stúdíó og hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta plötuumslagið TAKK með Sigur Rós.

 

Related Posts