Kvennakvöld Fáks

GULLFALLEGAR VINKONUR: Þóra Ólafsdóttir gaf vinkonu sinni, Önnu Báru, rembingskoss.

Þóra Ólafsdóttir, kærasta athafnamannsins Jóns Ólafssonar, var í miklu stuði á kvennakvöldi Fáks og ekki ein um það.

Stórglæsilegar myndir fylltu hverja síðuna eftir aðra í síðasta Séð og heyrt og litadýrðin í algleymi. Þetta árið var Rockabilly-þema og voru 140 konur mættar í fötum í anda þessa ógleymanlega rokk og ról-tímabils

Reffilegar í Rockabilly „Það var rosagaman eins og venjulega, þetta var mitt níunda kvennakvöld og það er alltaf jafngaman,“ segir Kolbrún Friðriksdóttir, læknaritari og meðlimur í stjórn Kvennakvölds Fáks.
Á hverju ári er þema sem konurnar eru duglegar að fylgja eftir. „Það er alltaf kosið um þemað á hverju ári. Það er haldinn opinn aðalfundur þar sem fjöldinn allur af konum mætir og síðan er kosið úr nokkrum tillögum.
Þemað þetta árið var Rockabilly og segir Kolbrún það hafa komið sér á óvart hversu erfitt var að finna klæðnað fyrir kvöldið. „Ég átti frekar erfitt með að velja mér outfit, en konurnar voru ótrúlega hugmyndaríkar og saumuðu sér heilu dressin. Þetta virtist ekki vera vandamál og glæsileikinn var allsráðandi.“
Fyrr um kvöldið eru engir karlar leyfðir en á miðnætti breytast reglurnar. „Þeim er hleypt á klukkan 12,“ segir Kolbrún og hlær.

 

Billy

GLÆSILEGAR: Þessar vinkonur voru í essinu sínu, hver annarri flottari.

 

Kvennakvöld Fáks

ÓGLEYMANLEGAR: Stjórnin sem skipulagði ógleymanlegt kvöld. Stjórnina skipa þær Hulda Jónsdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir, Helga Skúladóttir og Kolfinna Ottósdóttir. Á myndina vantar þær Rós Ingadóttur og Helgu Olgeirsdóttur.

 

Kvennakvöld Fáks

DÚNDURÞRÍEYKI: Þrjár vinkonur meira en tilbúnar í að sýna Rockabilly-takta á dansgólfinu.

 

Kvennakvöld Fáks

SÆTAR SAMAN: Lífið getur verið dásamlegt.

 

Billy

STUÐ: Veglegar vinkonur í stuði.

Related Posts