Kunnugleg íslensk andlit hafa verið mikið að dúkka upp í Hollywood-myndum að undanförnu. Þar má m.a. telja upp Tómas Lemarquis í spennumyndinni 3 Days to Kill, Gunnar Helga, Ólaf Darra og fleiri í Walter Mitty eða jafnvel Ólaf Darra í A Walk Among Tombstones (og True Detective – duglegur!). Bætist nú við enginn annar en Þorvaldur Davíð Kristjánsson í mynd um sjálfan Drakúla, og þótt leikarinn hefur verið duglegur að fela sig í helsta kynningarefni fyrir myndina segja ýmsir sem hafa þegar séð myndina að hlutverkið sé stærra en sumir halda. Hún verður frumsýnd 3. október.

Þekkta goðsögn Brams Stoker er hér komin í glænýjan bíóbúning. Um er að ræða upphafssögu þar sem þekkti prinsinn Vlad frá Transylvaníu er sýndur í ljósi gallaðrar hetju í stað drungalegu skepnunnar sem flestum er kunnug. Söguþráður Dracula Untold segir frá því þegar Vlad neyðist til þess að hætta á eilífa bölvun til að bjarga eiginkonu sinni og syni úr klóm tyrkneskra hermanna.

Upprísandi leikarinn Luke Evans (Fast & Furious 6, The Three Musketeers, The Hobbit) fer með titilhlutverkið, og Þorvaldur okkar leikur fígúru að nafni Bright Eyes, sem virðist vera mikið fyrir að standa á bakvið Dominic Cooper (Mamma Mia, Captain America) sem leikur svarinn óvin Vlads. Spennandi…

 

Related Posts