Íþróttafélagið Þór á Akureyri verður 100 ára á árinu:

Af því tilefni stendur félagið fyrir margs konar viðburðum allt árið. Sá fyrsti verður þriðjudaginn 6. janúar þegar Þórsarar syngja og dansa út jólin með óvenju veglegri þrettándagleði á Þórssvæðinu.
Hátíðahöldin hefjast kl. 17 með því að Barna- og Æskulýðskórs Glerárkirkju tekur á móti gestum með söng utan við Bogann. Inni í Boganum skemmtir dansflokkurinn Vefarinn gestum ásamt því að hægt verður að versla sér kaffi, kakó, vöfflur og gos.

Klukkan 18 verður skrúðganga yfir á Þórsvöllinn og í stúkuna undir forystu álfakóngs- og drottningar ásamt 100 kyndlaberum. Púkar, tröll og jólasveinar mæta að sjálfsögðu á svæðið eins og alltaf.

Á Þórsvellinum fer fram skemmtidagskrá. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri setur hátíðina og afmælisár Þórs formlega. Gamlir Þórsarar verða heiðraðir. Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi í Svörtum fötum, og hinn góðkunni Óskar Pétursson skemmta gestum með söng, álfakóngurinn flytur ávarp, hann og álfadrottningin syngja og að síðustu stíga jólasveinarnir á svið og syngja út jólin um kl. 19.

þrettándi 2

GLENS OG GAMAN: Það hefur oft verið gaman á þrettándagleðinni hjá Þór á Akureyri.

Allir bæjarbúar og aðrir velunnarar félagsins eru velkomnir á þrettándagleði Þórs. Aðgangur er ókeypis. Þrettándagleðin er skipulögð af félaginu í samstarfi við Viðburðastofu Norðurlands, og með góðum stuðningi frá Akureyrarstofu.

Related Posts