Madonna er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum og kemur lítið á óvart að hún hafi sitt að segja um hina umræðuverðu Fifty Shades of Grey. Madonna, sem oft gerði sjálf allt vitlaust með kynþokka sínum í denn, kallar bókina einstaklega óeggjandi og hvetur fólk til þess að láta myndina eiga sig. „Það gerist ekkert í þessari sögu. Engin rómantík, bara bull. Ég beið alltaf eftir einhverju merkilegu í þessu rauða herbergi en þetta voru allt bara flengingar. Þetta er örugglega heitt ef þú hefur aldrei stundað kynlíf áður.“

Related Posts