Burt Kwouk sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cato þjónn spæjarans Clouseau í kvikmyndunum um Bleika Pardusinn (The Pink Panther) er látinn, 85 ára að aldri.

Kwouk lék í sjö myndum frá 1974 til 1992 um Bleika pardusinn á móti Peter Sellers í hlutverki Clouseau, en þjóninn Cato sá um að halda yfirmanni sínum á tánum eins og hjá má í meðfylgjandi myndbandi. Eftir að Sellers lést lék Kwouk á móti Roger Moore og Roberto Benigni í hlurverki spæjarans.

Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey samkvæmt yfirlýsingu frá fjölskyldu Kwouk, en minningarathöfn mun fara fram síðar.

Kwouk lék einnig í þremur kvikmyndum um annan spæjara, sjálfan James Bond og á að baki langan og farsælan feril í sjónvarpsseríum, þar á meðal The Avengers og Doctor Who.

Related Posts