Tjónið talið nema um 26 milljónum króna:

Brotist var inn á heimili leikkonunnar Demi Moore nýlega og lét þjófurinn eða þjófarnir greipar sópa um sérsmíðaðan fataskáp leikkonunnar þar sem hún geymdi alla helstu kjóla sína frá ferlinum. Um var að ræða nær ómetanlega kjóla fyrir hana enda hannaðir og saumaðir af helstu tískuhúsum heimsins. Tjón Moore er talið nema um 26 milljónum kr.

Í frétt um málið á vefsíðunni TMZ segir að Demi Moore hafi ekki opnað fataskápinn í eina sex mánuði en aðstoðarkona hennar átti erindi þangað í vikunni og þá kom innbrotið í ljós. Meir en helmingur af haute coutour kjólum Moore var horfinn úr skápnum.

VERSACE: Meðal þeirra kjóla sem rænt var þessi Versace kjóll sem Moore notaði á Óskarshátíðinni 2010.

VERSACE: Meðal þeirra kjóla sem rænt var þessi Versace kjóll sem Moore notaði á Óskarshátíðinni 2010.

Í rannsókn lögreglu kom í ljós að hurðin á fataskápnum hafði ekki verið brotin upp og að lásinn á henni var enn í lagi. Það er því ekki ljóst hverning þjófnum eða þjófunum tókst að komast inn í skápinn.

Related Posts