Fjörutíu og tvær þjóðir taka þátt – Spennandi dagar framundan hjá aðdáendum

Eurovision eða Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í 62. skipti í ár og að þessu sinni í Kiev í Úkraínu, en keppnin var einnig haldin þar 2005. Það eru 42 þjóðir sem taka þátt í ár.

Fyrri undankeppnin er þriðjudaginn 9. maí og þá taka eftirfarandi 18 þjóðir þátt: Svíþjóð, Georgía, Ástralía, Albanía, Belgía, Svartfjallaland, Finnland, Aserbaídsjan, Portúgal, Grikkland, Pólland, Moldóva, Ísland, Tékkland, Kýpur, Armenía, Slóvenía og Lettland. Þær tíu stigahæstu komast áfram í aðalkeppnina.

Seinni undankeppnin er fimmtudaginn 11. maí og þá taka eftirfarandi 18 þjóðir þátt: Serbía, Austurríki, Makedónía, Malta, Rúmenía, Holland, Ungverjaland, Danmörk, Írland, San Marínó, Króatía, Noregur, Sviss, Hvíta-Rússland, Búlgaría, Litháen, Eistland og Ísrael. Þær tíu stigahæstu komast áfram í aðalkeppnina.

Aðalkeppnin fer svo fram laugardaginn 13. maí og keppa þar 20 stigahæstu þjóðirnar úr hvorri undankeppni, ásamt Úkraínu, sem vann í fyrra, og landanna fimm sem eru alltaf örugg í úrslitum: Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Bretlandi.

Lestu smá fróðleiksmola um allar þjóðirnar sem taka þátt í ár hér.

Eurovisionvefur DV.

Related Posts