SH-img_2779

HRESSAR: Bríet og Hulda voru kátar í Háskólabíói.

Kristján L. Möller (61) skellti sér á tónleika hjá Þingeyingum:

Stuð Þingeyski karlakórinn Hreimur fagnaði 40 ára starfsafmæli sínu með tónleikum í Háskólabíói þar sem þeir fengu til liðs við sig gleðisveitina Ljótu hálfvitana sem varð til í sömu sýslu.
Hreimur byrjaði sem bændakór en hefur í gegnum árin þróast og er í dag skipaður mönnum á öllum aldri sem koma úr ýmsum starfstéttum og koma menn keyrandi allt að 80 kílómetra leið á æfingar.
Samfylkingarþingmaðurinn og 1. varaforseti Alþingis var á meðal tónleikagesta og hlustaði á Hálfvitana og sveitunga þeirra þenja raddböndin. Á efnisskránni voru alkunn karlakórslög í bland við lög þeirra Hálfvitanna.

 

 

 

 

Hálfvitar

ÞINGFYRSK SVEIFLA: Hulda og Lissý voru ekki sviknar af því sem Þingeyingarnir buðu upp á.

 

Hálfvitar

GAMAN SAMAN: Lilja og Andrea kunnu vel að meta þingeyska sönginn.

 

Hálfvitar

VASKIR MENN: Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra, var fjallbrattur ásamt Alberti.

 

Séð og Heyrt er myndablaðið – nýtt í hverri viku!

Related Posts