Oliver Luckett (42) er hrifin af Íslandi:

Flottur Oliver Luckett er nýr eigandi Kjarvalshússins sem var til sölu fyrir skemmstu. Húsið stendur við Sæbraut á Seltjarnarnesi og var á sínum tíma byggt fyrir listamanninn Kjarval, en honum hugnaðist aldrei að búa þar. Oliver er einlægur aðdáandi Íslands og safnar íslenskri list af mikilli ástríðu. Hann á orðið stórt einkasafn með íslenskri list sem mun áreiðanlega sóma sér vel í Kjarvalshúsinu.  Hann hélt upp á fertugsafmælið sitt hér árið 2014 en þá bauð hann til heljarinnar veislu í Gamla bíó. Oliver Luckett er tíður gestur hér á landi og á hér marga vini.

Oliver  hagnaðist á fyrirtækinu  the Audience sem  sinnir meðal annars samfélagsmiðlun fyrir heimsfræga einstaklinga.  Meðal viðskiptavina Olivers eru leikararnir  Hugh Jackman og Charlize Theron en skrifstofa Olivers sá meðal annars um facebook síðu Barracks Obama þegar að hann var í framboði til forseta Bandaríkjanna.

SANTA MONICA, CA - SEPTEMBER 23: Oliver Luckett attends the Social Media Week (SMWLA) Los Angeles opening night party to celebrate "Social 25" honorees at 41 Ocean Club on September 23, 2013 in Santa Monica, California. (Photo by Angela Weiss/Getty Images)

ELSKAR ÍSLAND: Oliver Luckett er einlægur aðdáandi Íslands og íslenskrar myndlistar, hann festi nýverið kaup á KJarvalsshúsinu sem stendur á Seltjarnarnesi.

 

Sjá frétt um sölu Kjarvalshúss.

Related Posts