FIAT-MAÐURINN: Þröstur Kristinsson ætlar að koma Fiat-bílum aftur inn á íslenskan markað en í frístundum er hann farsæll golfleikari.

FIAT-MAÐURINN: Þröstur Kristinsson ætlar að koma Fiat-bílum aftur inn á íslenskan markað en í frístundum er hann farsæll golfleikari.

Þröstur Kristinsson (50) er íslenski Fiat-maðurinn:


Smart
Fiat 500 hefur slegið í gegn á Norðurlöndum og reyndar í Evrópu allri sem konubíll ársins, eftirlæti og draumur allra eiginkvenna sem vilja hafa sinn eigin bíl til umráða.

Fiat-verksmiðjunum hefur tekist vel upp við hönnun á Fiat 500 en bílaframleiðandinn hefur yfirtekið Chrysler og framleiðir líka Ferrari.

En Fiat 500 sést varla á götum hér á landi?

„Það er ekki alveg rétt því hér eru um 30 svona bílar í gangi,“ segir Þröstur Kristinsson, eigandi Fiat-umboðsins á Íslandi frá árinu 2004 en þeir bílar sem hér eru hafa verið fluttir inn af bílasölum og seldir þannig.

Þröstur hyggur hins vegar á landvinninga fyrir Fiat á Íslandi, hefur opnað vefsíðuna fiat.is þar sem sjá má verð bílanna og þá þjónustu sem hann býður upp á.

Fiat 500 er hægt að fá á tæpar þrjár milljónir og svo dýrari fylgi aukabúnaður, sem getur verið margs konar, með.

„Til dæmis hólf fyrir Gucci-tösku eiginkonunnar,“ segir Þröstur Kristinsson.

Related Posts