Vilhelm Einarsson (31), yfirpizzagerðarmaður á Shake & Pizza:

Beikonsultupizza Shake&Pizza hafnaði í fjórða sæti í stærstu pizzasamkeppni í heiminum í Las Vegas, International Pizza Expo. Þeir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson voru landi og þjóð til sóma og aðeins hársbreidd frá því að komast í úrslit.

TVEIR GÓÐIR: Simmi og Villi taka vel á móti þeim gestum sem mæta á Shake & Pizza og bjóða þeim upp á framandi og góðar pizzur.

TVEIR GÓÐIR: Simmi og Villi taka vel á móti þeim gestum sem mæta á Shake & Pizza og bjóða þeim upp á framandi og góðar pizzur.

 

Pizza „Við tókum þátt í flokki sem heitir ,,International Non-traditional pizza of the year“. Það er keppt í fimm flokkum og það eru keppendur alls staðar úr heiminum. Margir Bandaríkjamenn og Ítalir en ég held ég geti hengt mig upp á það að við séum fyrstu Íslendingar sem tökum þátt,“ segir Vilhelm.

„Í okkar deild voru 60 keppendur og við skilum okkur í fjórða sæti sem er alveg frábært. Við bjuggumst ekki við að komast svona langt en við vissum að við værum með alveg geggjaða pizzu í höndunum. Þegar við komum út þá sáum við að við vorum ekki að keppa við neina áhugamenn og við erum því mjög sáttir með að lenda í fjórða sætinu.“

Lesið allt viðtalið í nýjasta Séð og Heyrt!

 

Related Posts