Þjóðinni var brugðið þegar fréttir bárust að Jón Stefánsson organisti og tónlistarstjóri í Langholtskirkju lenti í alvarlegu bílslysi 12. nóvember í Hrútafirði eftir að hafa misst meðvitund undir stýri.

Eiginkona hans,  Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona, bíður  þess sem verða vill við sjúkrabeð hans og hefur ekki misst vonina. Séð og Heyrt leitaði frétta hjá Ólöfu Kolbrúnu.

Hefurðu einhverjar góðar fréttir af Jóni?

„Nei hann er bara mjög veikur. Það hefur engin breyting orðið á þeim þremur á hálfa mánuði sem hann hefur verið á Borgarspítalanun.“

Veistu eitthvað um framhaldið?

„Það veit enginn um það þegar fólk liggur meðvitundarlaust. Þá hangir maður bara á voninni.“

Síðast þegar við töluðum við þig sagðir þú að beðið væri eftir að bólgan í heilanum hjaðnaði.

„Þegar það verður svona blæðing þarf líkaminn að vinna úr þeim bólgum sem myndast en þetta er ekki eitthvað sem tekin er mynd af heldur gerist það á löngum tíma og svo kemur bara í ljós hvort einhverjar skemmdir hafa orðið eða ekki. Læknarnir hafa ekki gefið út neinar yfirlýsingar ennþá.“

Þannig að það er bara beðið og fylgst með hvernir þróunin verður?

„Já, hann fór aldrei í neinar aðgerðir og það er allt heilt í honum líkt og hjartað og lungun, og hann andar sjálfur.  Við höldum því bara í vonina því það er það eina sem hægt er að gera þegar slökknar svona á fólki.“

Þetta hlýtur að hafa verið mjög erfiður tími fyrir þig?

„Já, þetta er búinn að vera erfiður tími en hvað…“

ólöf kolbrun 22

ÓNLISTARFÓLK: Jón Stefánsson og Ólöf Kolbrún í Ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum árum.

Lesið Séð og Heyrt daglega!

Related Posts