Brandararnir…

*Maður kemur inn á bar síðla kvölds og sest niður. Skömmu síðar kemur barþjónn og spyr hann hvort hann vilji eitthvað að drekka. Maðurinn svarar: „Nei, takk, ég hef smakkað það einu sinni og líkaði það ekki.“ Barþjónninn er alúðlegur og segir: „En má ekki bjóða þér sígarettu?“ „Nei, takk,“ segir maðurinn. „Ég reyki ekki, ég prufaði það einu sinni og líkaði það ekki.“ Enn reynir barþjónninn að þjónusta manninn. „Má bjóða þér að spila billjarð?“ Sama svar, hef prufað en líkar ekki. „Í raun og veru,“ segir maðurinn, „væri ég ekki hér ef ég væri ekki að sækja son minn.“ „Það er einkasonur þinn vænti ég,“ segir barþjónninn.

Brandarar

*Vinur minn var nýbyrjaður með stelpu. Hann var einn heima hjá henni og ákvað í forvitni að skoða aðeins fataskápinn hennar. Eftir að hafa fundið: lögreglubúning, hjúkkubúning, þernubúning og klappstýrubúning þá hringdi hann í hana og dömpaði henni með þeirri útskýringu að hann gæti alls ekki verið með stelpu sem héldi svona illa starfi. Karlmenn!!

Brandarar

*Jón ruddist æstur inn á pöbbinn með skammbyssu í hendi. Hver af ykkur andskotunum svaf hjá konunni minni? öskraði hann og veifaði byssunni. Einhver í salnum kallaði til baka: Þú ert ekki með nógu margar kúlur félagi!!

Brandarar

Séð og Heyrt hlær.

Related Posts