Smart við altarið:

Þegar stjörnurnar gifta sig þá er ávallt mikið fjaðrafok og heimurinn bíður spenntur eftir að sjá hverju brúðurin klæðist. Það vekur enn meiri athygli þegar brúðurin tekur áhættu og útkoman verður yfirleitt skemmtileg og öðruvísi.

brúðkaup

TÍSKUHEIMURINN BEIÐ: Tískuheimurinn beið með öndina í hálsinum þegar fréttist að tískudrottningin Olivia Palermo væri að fara að giftast kærasta sínum til margra ára, Johannes Huebl. Olivia leit stórkostlega út í fallegum kremlituðum kasmírtopp, fallegum stuttbuxum og tjullpilsi eftir Carolina Herrera.

brúðkaup

VISSI UPP Á HÁR HVAÐ HÚN VAR AÐ GERA: Mia Farrow var einungis 21 árs þegar hún gekk að eiga Frank Sinatra í Las Vegas en hann hefði getað verið pabbi hennar. Hún klæddist fallegum tvíhnepptum blazer-jakka.

FFN_IMAGE_51118391|FFN_SET_60065099

ÞORÐI: Ameríska leikkonan og leikstjórinn Lake Bell var öðruvísi og glæsileg þegar hún gifti sig í einstökum Marchesa-kjól. Hönnuðurinn, Georgina Chapman, sagði síðar í viðtali að hún elskaði að klæða tilvonandi brúðir og sérstaklega þegar þær þyrðu að taka áhættu.

brúðkaup

VAR MEÐ HATT: Bianca Jagger var algjör töffari með hatt þegar hún gekk að eiga eilífðarrokkarann Mick Jagger í Saint Tropez árið 1971.

brúðkaup

EKKI Í HVÍTU: Julianne Moore var gullfalleg á brúðkaupsdaginn sinn þegar hún klæddist fjólubláum Prada-kjól.

brúðkaup

KRÚTT: Keira Knightley giftist James Righton í hlýralausum Chanel-tjullkjól, Chanel-jakka og ballettskóm. Hún hafði sést áður í þessum kjól og er það ekki vaninn hjá fólkinu í Hollywood að klæðast sömu flíkinni tvisvar og hvað þá þegar það giftir sig. Keira viðurkenndi þó síðar að þegar formlega athöfnin fór fram hefði hún klæðst Valentino-kjól sem kostaði tíu og hálfa milljón.

brúðkaup

KLÆDDIST LÍKA HVÍTU: Þegar Kate Middleton gekk að eiga Vilhjálm prins sniðgekk hún þá reglu að „einungis brúðurin skyldi klæðast hvítu“ og lét systur sína, Pippu Middleton, einnig klæðast hvítu.

brúðkaup

SÉR EFTIR SVARTA LITNUM: Sarah Jessica Parker gekk að eiga sinn heittelskaða, Matthew Broderick, í svörtum kjól sem var hannaður af Morgane Le Fay. Brúðkaupið var óvænt en gestirnir sem voru 100 talsins héldu að þeir væru að koma í partí. Systir Broderick gaf þau saman og andrúmsloftið var afslappað. Sarah hefur sagt í viðtölum að hún sjái eftir því í dag að hafa gift sig í svörtu.

Related Posts