Mikael Tamar Elíasson (30), vélstjórinn sem skrifar frá hjartanu:

Tamar, eins og vinir hans kalla hann, ólst upp í frelsinu á bóndabæ móðurömmu sinnar fyrir vestan þar sem dýrin ásamt ljóðum afa hans og ömmu voru hans mestu áhrifavaldar. Tamar yrkir sig í gegnum lífið og sækir innblástur sinn til Bubba Morthens. Ljóðin eru komin upp úr skúffunni fyrir aðra að njóta. Tamar, sem hefur aldrei þekkt föður sinn, hefur reynt ýmislegt í lífinu, barist við fíkn og festist ekki í námi. Hann hefur nú fundið sinn frið á sjónum þar sem hann yrkir öll sín bestu ljóð.

Sjómennskan gerir mann ekki ríkan peningalega

Það fyrsta sem heillaði við sjóinn var sagan af peningunum, en maður var fljótur að komast að því að maður verður ekkert stjarnfræðilega ríkur á þessu. Í dag held ég samt að ég vilji enga aðra vinnu,“ segir Tamar. „Það er þessi tilfinning þegar maður siglir úr höfn og sér ljósin fjarlægjast, hraðann hverfa, það er rosaleg hugarró sem fylgir því að vera á sjó.“ Í dag fæðast öll ljóðin hans á sjónum. „Ég hef engan tíma fyrir þetta þegar ég er í landi.“

 

Tamar

TAMAR: Undir áhrifum frá Bubba, afa og ömmu

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts