Vilhjálmur Birgisson (50) og Þórhildur Björg Þórisdóttir (50) samtals hundrað ára:

Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson og eiginkona hans, Þórhildur Björg, héldu stórveislu í tilefni af tvöföldu fimmtugsafmæli þeirra. Margt var um manninn og skemmtu menn sér hið besta, líkt og Skagamönnum einum er lagið. Veislan var haldin í sal eldri borgara á Akranesi en afmælisbörnunum þótti það tilheyra þar sem afmælisbörnin eru samanlagt 100 ára.

Glimrandi „Veislan gekk glimrandi, allir skemmtu sér gríðarlega vel og það var mikið fjör langt fram á nótt,“ segir verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur er vinamargur og vinsæll og því var margt um manninn í afmælinu. Samstarfskonur hans settu saman myndband sem hét Hvar er Villi? Myndbandið sló í gegn og hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum. En í því mátti finna umsagnir og afmæliskveðjur frá vinum og kunningjum, m.a. Bubba Morthens og Heimi Karlssyni útvarpsmanni.

„Myndbandið stóð klárlega upp úr, virkilega vel til fundið að gera svona myndband. Það var svo tjúttað langt fram eftir. Trúbadorinn Samúel Þorsteinsson hélt upp fjörinu og tóku gestir undir í söngnum og sveifluðu sér meistaralega í takt við tónlistina.“

akranes

SAMHENT: Vilhjálmur og Þórhildur ásamt sonum sínum, Villa Rúnari, Hafþóri Ægi og Allan Frey.

Giftu sig ´84
„Við eiginkona mín höfum verið gift frá árinu 1984, þannig að hjónabandið er þaulæft og þrautreynt. Okkur fannst tilvalið að slá saman í eina veislu og auðvitað varð veislusalur eldri borgara fyrir valinu, en ekki hvað?“ segir Vilhjálmur og hlær.

Vilhjálmur er með mörg járn í eldinum og sefur ekki á verðinum í baráttunni fyrir bættum kjörum en hann og konan hans munu samt gefa sér tíma fyrir rómantíkina í tilefni af afmælinu.

„Við fengum gistingu á Hótel Glym í afmælisgjöf og munum njóta þess að vera í því fallega umhverfi sem þar er. Þangað er gott að koma og hlaða rafhlöðurnar.“

SH-1542-91-71052

FRÆNKAN: Afmælisbörnin með Elsu Láru Arnardóttur, alþingiskonu og frænku Vilhjálms, á milli sín.

Alltaf á vaktinni
„Ég var að ljúka fundartörn með launanefnd sveitarfélaga, barátta fyrir bættum kjörum fyrir alþýðuna er háð á hverjum degi. Vissulega er búið að gera kjarasamninga til ársins 2018, það er til mikils að vinna að halda verðbólgunni í skefjum og varpa ekki vandanum út í verðlagið. Kjarabaráttan fer aldrei í frí, það má ekki sofna á verðinum, baráttan fyrir bættum kjörum launafólks er verkefni sem lýkur aldrei,“ segir Vilhjálmur Birgisson sem ber hag verkalýðsins ávallt fyrir brjósti.

Related Posts