Þessar stjörnur hafa oftar en ekki lagst undir hnífinn. Það verður að segjast að þær litu mun betur út áður en þær heimsóttu lýtalækni.

 

1Donatella-Versace-Plastic-Surgery3

Donatella Versace byrjaði fyrst að laga á sér varirnar í kringum 1990. Hún hefur farið í ófáar aðgerðir síðan þá. Hún hefur aldrei sýnt annað en ánægju með lýtaaðgerðirnar og eru þær nú orðnar eitt af hennar vörumerkjum.

3-Tara-Reid-Plastic-Surgery1

Tara Reit skaust upp á stjörnuhimininn eftir leik sinn í American Pie myndunum. Hún lét laga á sér brjósin sem og varirnar árið 2004. Einnig hefur hún farið í magaaðgerð sem gekk þó ekki sem skildi og þurfti hún að láta laga það nokkrum árum síðar.

4-latoya

La Toya Jackson og bróðir henar Michael Jackson voru með sama lýtalækni. La Toya lét meðal annars laga á sér kinnbeinin og nefið.

6-renee-1024x683

Það brá mörgum í brún þega Renee Zellweger steig fram á sjónvarsviðið fyrr á þessu ári. Hún er ekki með eina einustu hrukku sem er frekar óeðlilegt fyrir 45 ára konu. Sögur segja að hún hafi fjarlægt húð af augnlokunum, farið í andlitslyftingu og lagað á sér hálsinn. Leikkonan segir þó að breytt útlit sé einungis vegna þess að nú lifi hún heilsusamlegra og hamingjuríkara lífi.

6-tori

Tori Spelling fór í brjóstaaðgerð þegar hún var tvítug. Hún neitaði því alltaf en kom síðan fram árið 2008 í viðtali við Entertainment Weekly og viðurkenndi að hafa gengist undir hnífinn.

7-Mickey-Rourke

Mickey Rourke hefur talað opinskátt um sínar lýtaaðgerðir. Hann segir þó að hann hafi einungis látið laga á sér andlitið vegna gamalla boxmeiðsla.

8-janice-dickinson-before-after

Janice Dickinson segir sjálf að hún lifi fyrir lýtaaðgerðir. Hún viðurkennir fúslega að hún sé háð lýtaaðgerðum.

9-Jocelyn-Wildenstein-before-after

Jocelyn Wildenstein er kölluð kattarkonan vegna þess að hún eyddi mörgum milljónum í það að reyna lýta út eins og köttur fyrir eiginmann sinn.

Dolly

Dolly Parton er mikill aðdáandi lýtaaðgerða og hefur farið meðal annars í brjóstasættkun, augnbrúnalyftingu, fitusog og fleiri en eina andlitslyftingu.

Related Posts