ÞINGMANNALEIFTUR

Boðað hefur verið til þingkosninga 29. október næstkomandi og nú þegar hafa nokkrir núverandi þingmenn tilkynnt að þeir muni ekki gefa kost á sér aftur. Við lítum yfir nokkur nöfn þingmanna í Leiftrinu.

BOLUNGARVIK-EINAR

Einar K. Guðfinnsson (60): 25 ár á þingi
BA-próf í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex, Englandi.
Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2003 (Sjálfstæðisflokkur).
Forseti Alþingis síðan 2013.
Sjávarútvegsráðherra 2005–2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007; sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2008–2009.

263907_10151434080404603_212726205_n

Frosti Sigurjónsson (53): 3 ár á þingi
Cand.oecon-próf og MBA-próf frá London Business School.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2013 (Framsóknarflokkur).
Hefur setið í efnahags- og viðskiptanefnd frá 2013 (formaður) og utanríkismálanefnd frá 2013.

SH-1507-17-37805-750x400

Guðmundur Steingrímsson (43): 7 ár á þingi
BA-próf í íslensku. Meistarapróf í heimspeki frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð og Oxfordháskóla í Bretlandi. Stundaði framhaldsnám í hagfræði við HÍ.
Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2013 (Björt framtíð).
Hefur setið í efnahags- og viðskiptanefnd frá 2013, allsherjar- og menntamálanefnd frá 2015 og Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu frá 2013.

hanna

Hanna Birna Kristjánsdóttir (49): 3 ár á þingi
M.Sc.-próf í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).
Hefur setið í utanríkismálanefnd frá 2015 (formaður).
Innanríkisráðherra 2013–2014.

ML-1206-09-12988-750x400

Illugi Gunnarsson (48): 9 ár á þingi
MBA-próf frá London Business School.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2009 (Sjálfstæðisflokkur).
Mennta- og menningarmálaráðherra síðan 2013.

IMG_19111-750x400

Jóhanna María Sigmundsdóttir (25): 3 ár á þingi
Búfræðipróf frá Hvanneyri 2012.
Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2013 (Framsóknarflokkur).
Hefur setið í allsherjar- og menntamálanefnd frá 2013.
Yngsti þingmaður sögunnar, var 21 árs þegar hún tók setu á þingi.

VI1411107870_0011-750x400

Katrín Júlíusdóttir (41): 13 ár á þingi
Nám í mannfræði við Háskóla Íslands.
Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2003 (Samfylkingin).
Iðnaðarráðherra 2009-2012. Fjármála- og efnahagsráðherra 2012-2013.

27066_105407966151126_2917508_n

Páll Jóhann Pálsson (58): 3 ár á þingi
Vélfræðingur frá Vélskóla Íslands og skipstjórnarpróf frá Stýrimannaskóla Íslands.
Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2013 (Framsóknarflokkur).
Hefur setið í atvinnuveganefnd síðan 2013 og í fjárlaganefnd síðan 2015.
Hefur setið í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins síðan 2013.

kona-198x300

Sigrún Magnúsdóttir (72): 3 ár á þingi
BA-próf í þjóðfræði og borgarfræðum frá HÍ.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2013 (Framsóknarflokkur).
Umhverfis- og auðlindaráðherra síðan 2014.

SH-1526-22-561911-750x400

Vigdís Hauksdóttir (51): 7 ár á þingi
Lögfræðipróf (ML) frá Háskólanum á Bifröst. Framhaldsnám í skattarétti við Háskólann á Bifröst.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2009 (Framsóknarflokkur).
Hefur setið í fjárlaganefnd frá 2013 (formaður).
Hefur setið í Íslandsdeild Norðurlandaráðs frá 2015.

ML-0904-04-54186_2-750x400

Ögmundur Jónasson (68): 20 ár á þingi
MA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Edinborgarháskóla, Skotlandi.
Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2007 (Vinstri hreyfingin – grænt framboð).
Hefur setið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd frá 2013 (formaður).
Hefur setið í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins frá 2013.
Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011-2013.

Séð og Heyrt leiftrandi alla daga.

Related Posts