Það vakti mikla athygli hér á landi þegar tilkynnt var um bónusgreiðslur sem stjórnarmenn eignarhaldsfélags Kaupþings og LBI, gamla Landsbankans, eiga von á. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessar greiðslur og hafa margir komið fram, meðal annars alþingismenn, og fordæmt greiðslurnar. Hvað sem því líður höfum við ákveðið að taka annan pól í hæðina og sýnum ykkur nú hvar nokkrir af aðalstarfsmönnunum búa.

 

STJÓRNENDUR LBI:

Kolbeinn Árnason (45), stjórnarmaður LBI:

Kolbeinn Árnason - LÍÚ

Kolbeinn Árnason sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fyrr á þessu ári til að sitja í stjórn gamla Landsbankans. Hann býr í Garðabænum, nánar tiltekið á Tjarnarflöt 3, en húsið er fallega hannað og þarna fer eflaust vel um Kolbein og fjölskyldu hans.

tjarnarflot-3

 

Ársæll Hafsteinsson (58) framkvæmdastjóri:

0r7b2335

Ársæll er einn af stjórnendum LBI, hann var áður framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og útlánaeftirlits Landsbankans. Hann og eiginkona hans, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, sem er einmitt systir grínistans Helgu Brögu Jónsdóttur, eiga heima í þessu fallega einbýlishúsi að Vættaborgum 144.

vaettaborgir-144

Sjáðu alla umfjöllunina í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts