Bára Jónsdóttir (25) förðunarfræðingur:

Bára Jónsdóttir, eða Bára Beauty eins og hún er iðulega kölluð, er einn færasti förðunarfræðingur landsins. Hún veit allt sem þarf að vita um hina fullkomnu förðun og fór yfir það sem er heitast í sumarförðuninni í ár. Bára farðaði skautadrottninguna Þuríði Björgu og dansarann Maríu Tinnu og sagði okkur aðeins frá þeirri förðun.

Förðun „Þú getur alveg farðað þig eins og Dídí og María Tinna svo framarlega sem þú ert með allt „hráefnið“ í þetta,“ segir Bára en er ekki dýrt að mála sig svona fínt á hverjum degi?

„Stelpurnar eru með svona kvöldförðun á sér. Þetta er ekki förðun til að fara með í vinnuna eða út að ganga.

Það er mjög mikið um myndbönd á YouTube sem sýna svona förðun með ódýrari vörum. Það þarf ekkert að vera dýrt að líta vel út, maður þarf bara að vera sniðugur.“

Glimmer í sumar

Þar sem sumarið hefur nú náð hámarki liggur beinast við að spyrja út í það hvað sé heitast í sumarförðuninni.

„Sumarförðunin einkennist voðalega mikið af litum. Það er mikið um hlýja liti, eins og appelsínugulan, brúnan og gulllitaðan. Núna hefur svona „highlight/glow“ verið að koma sterkt inn og litaðir eyelinerar, bláir og rauðir sérstaklega. Þeir eru mjög vinsælir í dag,“ segir Bára.

GLÆSILEG: Bára Beauty er einn færasti förðunarfræðingur landsins og veit hvað þarf til að ná rétta lúkkinu.

GLÆSILEG: Bára Beauty er einn færasti förðunarfræðingur landsins og veit hvað þarf til að ná rétta lúkkinu.

Einnig eru svokallaðir „nude“ og „peach“ varalitir að koma mjög sterkir inn. Metallic og mattir varalitir hafa verið mjög vinsælir líka en það eru svona glimmervaralitir. Þó að glimmer sé oft tengt jólunum þá er það að koma mjög sterkt inn núna í sumar, allt sem gefur gljáa er vinsælt.“

Leiktu þér

Bára segir að þú þurfir alls ekki að vera förðunarfræðingur til að geta litið vel út og málað þig fallega og hennar ráðlegging til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í förðun er einfaldlega að leika sér.

„Mín ráðlegging er eiginlega bara að fylgja því sem þér finnst henta þér. Það er í raun ekkert rétt eða rangt í förðun. Bara um að gera að prófa sig áfram og maður finnur það strax hvaða liti maður fílar best. Ekki vera feimin við að prófa nýja hluti, förðunin er til að hafa gaman af og leika sér.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts