Auður Gísladóttir (21) og Birkir Örn Kristjánsson (21) skemmtu sér konunglega á tónlistarhátíðinni Drangey:

ÞAR SEM VEGURINN ENDAR

Aftur að ári Drangey Music Festival var haldið í annað sinn um síðustu helgi og fór fram í rjómablíðu á Reykjum á Reykjaströnd. Boðið var upp á tónlistarveislu í einstakri náttúrufegurð. Tónleikarnir voru vel sóttir og komu nokkrir gestir og tónlistarmenn langt að. Kærustuparið Auður og Birkir Örn, sem búsett eru á Sauðárkróki, voru á meðal þeirra sem mættu ásamt vinum. „Þetta var mjög gaman og við ætlum klárlega aftur á næsta ári,“ segir Auður. „Okkur langaði líka í fyrra en föttuðum ekki að kaupa miða þá.“ Þau klikkuðu hins vegar ekki á að fara í ár.

Áróra Árnadóttir hóf fjörið, því næst Beebee & the Bluebirds. Vinirnir geðþekku Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson sungu því næst nokkur lög og þar sem Stebbi átti fimmtugsafmæli daginn eftir hentu tónleikagestir í afmælissönginn fyrir hann. Sverrir Bergmann og hjómsveit hans Albatross voru næstir á stokk og strax í kjölfarið Úlfur Úlfur. Það var síðan Retro Stefson sem sló botninn í vel heppnaða tónleika og fóru allir tónleikagestir sáttir og sælir út í nóttina.

13613193_10154053038999584_3014197759312052675_o

SÆT SAMAN: Auður og Birkir Örn klikkuðu ekki á að mæta.

13584736_10154053038214584_8213644286854098551_o

LITRÍK: Íris Olga Lúðvíksdóttir var eldhress í litríkri peysu.

 

13603330_10154053039064584_7021722920276701217_o

ÚLFAR Á SVIÐINU: Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson fengu mannskapinn til að taka undir.

13603781_10154053038734584_4545868199122522142_o

KÚL Á ÞVÍ: Unnsteinn Manuel var svalur á sviðinu.

 

13558894_10154053038359584_113068607612214902_o

SKOPPANDI FLOTTIR: Retro Stefson slaufuðu kvöldinu saman og allir fóru hoppandi og skoppandi heim í sumarnóttinni.

13613491_10154053038859584_4279127915094984840_o

MARGT UM MANNINN: Fegurðin þar sem vegurinn endar er einstök. Fjöldi fólks mætti og allir fóru syngjandi glaðir heim.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

 

 

 

Related Posts