Guðvarður Gíslason (62) kann að skemmta:
Skemmtistaðurinn Hollywood var á sínum tíma vinsælasti skemmtistaður landsins. Þangað komu allir sem vildu sýna sig og sjá aðra. Staðurinn var fyrir mörgum líkari félagsheimili en skemmtistað. Þar ríkti glaumur, gleði og allir sem gátu bömpuðu af einstakri fimi. Þeir sem voru með vængi í hárinu og skörtuðu diskógöllum og hábotna skóm mættu aftur til leiks í Gamla bíó og rifjuðu upp gamla takta á Hollywood-kvöldi. Sumir höfðu engu gleymt og þrátt fyrir fleiri kíló og færri hár þá var gleðin allsráðandi.

holly

HUGGLEG Í BLÚNDUM: Kristín og Sveinn geisluðu af hamingju.

Glimmer „Margir gestanna voru mjög hamingjusamir með þetta kvöld, fjöldinn var gríðarlegur. Karlmennirnir voru margir staðráðnir í að kíkja á dömurnar og athuga hvernig gömlu sénsarnir litu út í dag en þeir gleymdu alveg að kíkja sjálfir í spegla,“ segir Guðvarður sem í daglegu tali er nefndur Guffi og er maðurinn á bak við Gamla bíó.

holly

GEGGJUÐ ÞRENNA: Fyrrum handboltahetjan Skúli Gunnsteinsson var í góðu fjöri með eiginkonu sinni, Nínu Björk ljósmyndara, og góðvinkonu þeirra Laufeyju Johansen flugfreyju.

Gamla bíó hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir að Guffi blés í það lífi og nú er þetta sögufræga hús að verða með eftirsóttustu skemmtistöðum bæjarins. Dagskráin er að jafnaði fjölbreytt og eitthvað í boði fyrri alla.
„Hér alltaf mikið um að vera, við leigjum salinn út fyrir ýmislegt, eins og Hollywood-ballið sem heppnaðist sérstaklega vel. Skemmtunin fór vel fram, þetta var góð blanda af hippa- og diskótímabilinu; það var ást og friður í loftinu allt kvöldið,“ segir Guffi sem er enn bullsveittur eftir allan dansinn.

Related Posts