Herdís Egilsdóttir kennari og rithöfundur (82) er í fullu fjöri og var að senda frá kennsluhandbók:

Nýverið var haldið útgáfuhóf í tilefni kennsluhandbókar í hljóðlestri, „Það kemur SAGA út úr mér!“ eftir Herdísi Egilsdóttur, kennara og barnabókarithöfund, og heimasíðu bókarinnar, www.læsi.is, í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi. Það var glatt á hjalla og fjölmargir lögðu leið sína og fögnuðu með Herdísi og fjölskyldu hennar. Herdís er gift Antoni Sigurðssyni, fyrrverandi skólastjóra Ísaksskóla. Þau giftu sig árið 2003, þegar þau voru bæði hætt að kenna og komin á eftirlaun. Börn Herdísar eru Halldóra Björnsdóttir, leikskólakennari og fjölskyldumeðferðarfræðingur, Sigfríður Björnsdóttir, kennari með MA í tónlistarsögu, og Sigurður Björnsson barnaheimspekingur.

Lestur „Hljóðlestraraðferðin sem Ísak kom með úr námi sínu í Svíþjóð 1926 var farin að þynnast út. Ekkert hefur verið skrifað áður um þessa aðferð og hætta á því að hún gleymdist alveg og það fannst mér ómögulegt. Einnig langaði mig til að Ísaks yrði minnst fyrir sitt framlag til menntunar og í ljósi þess að Ísaksskóli á 90 ára afmæli á þessu ári þá ákvað ég að láta verða af því að skrifa þessa bók og tileinka hana Ísaki Jónssyni og minningu hans. Og ef bókin með stafaspjöldum og vefsíðu getur stutt við að kennarar, foreldrar og allir þeir sem vilja stuðla að læsi barna geti nýtt sér hana í þeim tilgangi, þá er markmiðinu náð,“ segir Herdís áhugasöm og glöð að hafa náð markmiði sínu.

herdis egilsdóttir barnabækur

DRAUGURINN DRILLI: Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, fagnaði með Herdísi, vinkonu sinni, í tilefni útgáfu kennsluhandbókarinnar í Gallerí Gróttu.

Dalandi læsi íslenskra barna

Margar aðferðir hafa verið prófaðar við lestrakennslu en ætli það hafi orðið vitundarvakning um mikilvægi hljóðlestrarkennslunnar? „Ekki svo ég viti til. Það er margt sem hefur verið reynt og vafalaust gengið vel en mér fannst hljóðlestraraðferðin í sinni upprunalegu mynd vanta málsvara. Mikið hefur verið fjallað um dalandi læsi íslenskra barna sem m.a. má sjá í PISA-könnunum og fleiri könnunum og er það von mín að þessi bók geti orðið einhverjum til hjálpar,“ segir Herdís og brosir.

Rauðu og grænu stafirnir

Herdís kenndi börnum að lesa í 45 ár með þessari aðferð með góðum árangri. „Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að kenna hjá Ísaki í gömlu Grænuborg. Þá hafði ég lokið stúdentsprófi frá MA og þess vegna fór ég í gegnum Kennaraskólann sem þá hét, á einu ári og þar kenndi Ísak yngri barna kennslu. Lengst af var ég með tvo bekki á dag og hef því kennt þetta svona u.þ.b. 90 sinnum. Ég hef notað rauðu og grænu stafina alla tíð, það er þó ekki nauðsynlegt en kemur sér vel síðar,“ segir Herdís en ástæðan fyrir aðgreiningunni er að rauðu stafirnir, sérhljóðarnir, segja nafnið sitt sjálfir en grænu stafirnir, samhljóðarnir, segja annað en þeir heita.

Herdís Egilsson kennari

GEGNUM HOLT OG HÆÐIR: Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur nældi sér í eintak og gladdist með Herdísi í tilefni dagsins.

Glaður og áhugasamur kennari skiptir máli

Brýnt er að ná til barna þegar að lestrakennslu kemur og margt skiptir þar máli, kennarinn er þar engin undantekning. „Ég tel mikilvægast að mæta börnunum þar sem þau eru stödd hvort sem það er heima, í leikskólanum eða grunnskólanum. Þegar þau fara að sýna áhuga þá er lag að styðja við hann en muna að gera það í gegnum leik og gleði. Það má ekki gera neinar kröfur á að þau kunni eitthvað eða muni, það þarf að sýna þolinmæði og rifja upp helst daglega – og þá er gott að hafa spjöld þeirra stafa sem hafa verið kenndir uppi á vegg. Kennarinn verður að vera glaður og áhugasamur en það á auðvitað við um alla kennslu.“

5 ára bekkir

Margir hafa rætt um hvort það eigi að byrja að kenna börnunum fyrr og jafnvel byrja með 5 ára bekki. Hvað ætli Herdísi finnist um það? ,,Já, ég er persónulega á þeirri skoðun. Þegar almenn skólaskylda færðist niður í 6 ára þá fórum við að taka inn 5 ára börn og þau voru mjög tilbúin að læra og enn og aftur skiptir höfuðmáli að kennt sé í gegnum leik og gleði. Maður gefur allt sem maður á í kennsluna og krefst ekki of mikils árangurs, notar söng, leik, föndur og teikningu, allt sem getur gert námið skemmtilegra. Það er mikilvægt að hæla frekar börnum fyrir að spyrja og ekki segja að þau hafi verið búin að læra þetta. Ég kannaði í hverjum mánuði framfarir hjá hverju barni og þau fengu viðurkenningu fyrir þær,“ segir Herdís og sagði að þannig kepptu þau við sig sjálf en ekki bekkjarfélagana.

Herdís hefur einnig innleitt kennsluaðferð sem nefndist Landsnámsaðferðin og hefur hún verið hennar hjartans mál. Þeir nemendur og foreldrar sem fóru með henni í þau ferðalög gleymast aldrei. Herdís hefur haldið fyrirlestra hérlendis og erlendis og fengið ófáar viðurkenningar fyrir þau störf sín og hlotið mikið þakklæti fyrir.

herdis egilsdóttir barnabækur

KISULAND: Þær Sigurveig Úlfarsdóttir og Freyja Jóhannsdóttir samglöddust með Herdísi og nutu góðs félagsskapar í hófinu.

herdis egilsdóttir barnabækur

KOMMÓÐUKARLINN: Þau brostu sínu blíðasta og skemmtu sér vel í hófinu hjá Herdísi.

herdis egilsdóttir barnabækur

VEISLAN Í BARNAVAGNINUM: Glatt var á hjalla í útgáfuhófi Herdísar.

herdis egilsdóttir barnabækur

PAPPÍRS-PÉSI: Herdís með barnabörnunum sínum, Halldóru Líney Finnsdóttur og Grími Birni Grímsssyni en Grímur er hönnuður heimasíðunnar www.læsi.is sem hefur það að markmiði fyrst og fremst að hafa möguleika á að varpa myndum með hljóðsögunum úr bókinni uppá skjá, í sjónvarpið, símann eða spjaldtölvuna.

Herdís Egilsson kennari

RYMPA: Þær Guðrún Pétursdóttur og Herdís voru brosmildar í tilefni dagsins enda ástæða til að gleðjast.

Herdís Egilsson kennari

SPÉKOPPAR: Það lá vel á þeim Sigrúnu Eddu Eðvarsdóttur, Halldóru Björnsdóttur, dóttur Herdísar, Herdísi og Eyþóri Páli Haukssyni. En Listfengi ehf er í eigu Halldóru og gefur bókina út. Það hefur verið starfandi frá 1995 en undanfarin 16 ár hefur bókaútgáfa verið einn stærsti liðurinn í starfseminni.

ÿØÿâ ICC_PROFILE

MÚSSA OG HROSSI: Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanessbæjar og eiginmaður Bryndísar Guðmundsdóttur, Anton Sigurðsson, eiginmaður Herdísar, Herdís og Bryndís Guðmundsdóttir voru létt í lund.

Herdís Egilsson kennari

SIGGA OG SKESSAN: Helga Stephensen lét sig ekki vanta í útgáfuhóf Herdísar vinkonu sinnar og voru þær hinar hressustu.

ÿØÿà

BANGSI LÆKNIR: Herdís hafði í nógu að snúast við að árita bækur í hófinu sem runnu út eins og heitar lummur.

Séð og Heyrt les góðar bækur.

Related Posts